fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Móðir náttúra er óútreiknanleg – Heimsins sjaldgæfustu samsetningar hárs og augna

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 22. september 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litur á hári og augum er stór þáttur af útliti okkar enda finnst mörgum gaman að breyta hvoru tveggja með því að lita hár sitt og setja litaðar linsur í augu.

Með slíku fikti má ná fram alls kyns samsetningum sem móðir náttúra er treg að veita.

Litur á hári og augum er flókin samsetning erfða og fleiri þátta sem við kunnum enn ekki alfarið skil á.

Það er vitað að um 15 gen hafa áhrif á augnlit okkar og allt að 124 gen gegna stóru hlutverki við að ákvarða háralit okkar. Sum eru ríkjandi og önnur víkjandi. Stundum er samsetning af hár- og augnlit tengd en í öðrum tilfellum virðist sem enga tengingu sé að finna.

Sumar samsetningar eru mjög algengar en aðrar sjaldgæfari.

Hér má sjá sjö sjaldgæfustu samsetningar hár- og augnlitar í heiminum.

Rautt hár og blá augu 

17% prósent mannkyns er bláeygt og tæplega 2% er rauðhært.

Aftur á móti er aðeins 0.17% bæði og er því um að ræða sjaldgæfustu samsetningu í heimi.

Þessi samsetning er svo sjaldgæf vegna þess að bæði rautt hár og blá augu eru erfðafræðilega víkjandi gen og þurfa báðir foreldrar því að hafa genasamsætu blárra augna og rauðs háralitar.

Rautt hár og græn augu 

Um er að ræða aðra sjaldgæfustu samsetningu í heimi.

Margir myndu ætla að rautt hár/græn augu væri sjaldgæfasta samsetningin en svo er ekki þar sem blár augnlitur víkur fyrir grænum.

Eins og fyrr segir er um 2% mannkyns rauðhært en á sumum svæðum í Bretlandi og Skandinavíu er hlutfallið hærra og eru til dæmis 10% Skota rauðhærðir. Sömu sögu er að segja um græn augu, en tæplega 2% mannkyns skarta þeim augnalit. Aftur skera Skotar sig úr því hvorki meira né minna en 29% þeirra munu vera græneygðir. Ísland er einnig ofarlega á lista yfir græneygða en 15% okkar eru sögð með græn augu.

Því má við bæta að ekkert barn fæðist með græn augu og getur tekið upp í heilt ár fyrir græna litarefnin að mótast. Græn augu er einnig mun algengari í dýrum en mönnum.

Svart hár og blá augu 

Svartur er algengasti háralitur í heimi en það er afar sjaldgæft að honum fylgi blá augu. Samsetningin er á pari við rautt hár/græn augu og virðist ekki bundin við sérstök svæði því það má finna fólk með svart hár og blá augu í öllum heimsálfum. Ekki marga þó.

Ljóst hár og græn augu

Aðeins 2% mannkyns er ljóshært frá náttúrunnar hendi og enn færri einnig græneygðir. Samsetning ljós hárs og grænna augna er næstum einvörðungu að finna í norðanverðri Evrópu. Íslandi þar með töldu.

Undantekningin er þó kínverskt þorp, Liqian að nafni, en þar er meirihluti íbúa ljóshærður og græneygður. Er talið að þorpsbúar séu afkomundur rómverskrar herdeildar sem hvarf á þessu svæði en þó skilið eftir sig þetta ákveðna erfðamengi.

Brún hár og mógrá augu 

Brúnn er næst algengast háraliturinn á eftir svörtum en mógrá augu eru afar sjaldgæf. Þau er blanda af grænum, appelsínugulum og gylltum lit og skarta um 5% íbúa heimsins mógráum augum.

Brúnn algengasti háraliturinn  í Bandaríkjunum, Evrópu, ákveðnum ríkjum Mið- og Suður Ameríku svo og Eyjaálfu.

Mógrá augu finnast aftur á móti helst í norðanverðri Afríku og Miðausturlöndum þar sem svartur er ríkjandi hárlitur.

Því er þessi samsetning afar fágæt.

Ljóst hár og blá augu 

Eins og fyrr segir er 2% mannkyns náttúrulega ljóshært en sú tala fer upp í 5% í norðanverðri Evrópu og Skandinavíu. Blá augu má finna víðar í heiminum en samsetning ljós hárs og blárra augna er svo að segja alfarið bundin við norðanverða Evrópu.

Ljóst hár og gulbrún augu 

Aðeins 5% mannkyns skartar gulbrúnum augum. Þau eru algeng á Spáni en einnig í Suður Ameríku, Suður Afríku og nokkrum ríkjum Asíu. Þar er aftur á móti sjaldnast að finna ljóst hár og er því samsetningin afar sjaldgæf.

Til fróðleiks má bæta því við að talið er að allt að 75% af hvítum konum hafi einu sinni eða oftar litað hár sitt ljóst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“