fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Björk útskýrir hvers vegna hún flutti aftur til Íslands

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. september 2022 14:00

Björk Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björk Guðmundsdóttir bjó lengi vel til skiptis í New York í Bandaríkjunum og á Íslandi en nú hefur hún sagt skilið við það að búa í Bandaríkjunum og býr bara hér á landi. Í viðtali sem Pitchfork tók við Björk útskýrir hún hvers vegna hún tók þá ákvörðun að búa alfarið á Íslandi en hún segir að ofbeldið í Bandaríkjunum hafi spilað stóran þátt í því.

„Ofbeldið í Bandaríkjunum er á skala sem ég get ekki einu sinni náð utan um,“ segir Björk. „Það að eiga dótur sem er hálf bandarísk og gengur í skóla sem er 40 mínútum í burtu frá Sandy Hook…“ segir hún svo og vísar þá í skotárásina sem átti sér stað í Sandy Hook grunnskólanum þann 14. desember árið 2012. Hinn tvítugi Adam Lanza drap þá 26 manns í skólanum, 20 börn á aldrinum 6-7 ára og sex starfsmenn skólans, og tók síðan eigið líf. Fyrr um daginn hafði Lanza einnig myrt móður sína á heimili þeirra.

Björk lýsir því hvernig samfélagið á Íslandi bregst allt öðruvísi við harmleikjum heldur en íbúar Bandaríkjanna. „Ef ein manneskja er drepin þá finnum við öll fyrir því,“ segir hún og dregur þá ályktun að það sé vegna þess að við búum öll á eyju. Hún segir að það að koma frá eyju sem Íslandi og fylgjast með öllu ofbeldinu í Bandaríkjunum hafi verið of mikið fyrir sig.

Fleiri tónistarmenn hafa sagt skilið við Bandaríkin vegna ofbeldisins þar, til að mynda Ozzy Osbourne sem flutti aftur til Englands eftir að hafa fengið nóg af ofbeldinu. „Það er allt fokking klikkað þarna,“ sagði Ozzy þegar hann flutti frá Bandaríkjunum. „Ég er kominn með nóg af því að fólk sé drepið á hverjum degi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“