fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fókus

Björk útskýrir hvers vegna hún flutti aftur til Íslands

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. september 2022 14:00

Björk Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björk Guðmundsdóttir bjó lengi vel til skiptis í New York í Bandaríkjunum og á Íslandi en nú hefur hún sagt skilið við það að búa í Bandaríkjunum og býr bara hér á landi. Í viðtali sem Pitchfork tók við Björk útskýrir hún hvers vegna hún tók þá ákvörðun að búa alfarið á Íslandi en hún segir að ofbeldið í Bandaríkjunum hafi spilað stóran þátt í því.

„Ofbeldið í Bandaríkjunum er á skala sem ég get ekki einu sinni náð utan um,“ segir Björk. „Það að eiga dótur sem er hálf bandarísk og gengur í skóla sem er 40 mínútum í burtu frá Sandy Hook…“ segir hún svo og vísar þá í skotárásina sem átti sér stað í Sandy Hook grunnskólanum þann 14. desember árið 2012. Hinn tvítugi Adam Lanza drap þá 26 manns í skólanum, 20 börn á aldrinum 6-7 ára og sex starfsmenn skólans, og tók síðan eigið líf. Fyrr um daginn hafði Lanza einnig myrt móður sína á heimili þeirra.

Björk lýsir því hvernig samfélagið á Íslandi bregst allt öðruvísi við harmleikjum heldur en íbúar Bandaríkjanna. „Ef ein manneskja er drepin þá finnum við öll fyrir því,“ segir hún og dregur þá ályktun að það sé vegna þess að við búum öll á eyju. Hún segir að það að koma frá eyju sem Íslandi og fylgjast með öllu ofbeldinu í Bandaríkjunum hafi verið of mikið fyrir sig.

Fleiri tónistarmenn hafa sagt skilið við Bandaríkin vegna ofbeldisins þar, til að mynda Ozzy Osbourne sem flutti aftur til Englands eftir að hafa fengið nóg af ofbeldinu. „Það er allt fokking klikkað þarna,“ sagði Ozzy þegar hann flutti frá Bandaríkjunum. „Ég er kominn með nóg af því að fólk sé drepið á hverjum degi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?
Fókus
Í gær

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sendi nektarmyndir á ókunnuga karlmenn á flugvelli

Sendi nektarmyndir á ókunnuga karlmenn á flugvelli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tölvugerð mynd af Díönu prinsessu vekur reiði

Tölvugerð mynd af Díönu prinsessu vekur reiði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“