fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fókus

Ætlaði að koma kærustunni á óvart en greip hana glóðvolga í rúminu með annarri konu

Fókus
Miðvikudaginn 21. september 2022 21:00

Mynd/Shutterstock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítugur karlmaður leitar ráða til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre. Hann kom óvænt fyrr heim úr vinnuferð aðeins til að góma kærustu sína glóðvolga í rúminu með annarri konu.

„Ég kom óvænt fyrr heim úr vinnuferð til að koma kærustunni á óvart á afmælisdegi hennar. Ég var miður mín þegar ég sá að hún hafði planað annað partý, með annarri konu í okkar rúmi,“ segir hann.

Maðurinn er 30 ára og kærasta hans 28 ára. Þau hafa verið saman í fjögur ár. Hann segir að allt hafi gengið vel þar til hún byrjaði að æfa hlaup í nýrri líkamsræktarstöð.

„Hún sagði að þjálfarinn, 25 ára, væri kona og frábær og það sem hún vissi ekki um hlaup væri ekki þess virði að vita. Reyndar hætti kærasta mín aldrei að tala um þessa konu,“ segir hann.

„Hún byrjaði að mæta þrisvar í viku því hún „elskaði að hlaupa“ og skráði sig í nokkur keppnishlaup. Þegar ég horfi til baka þá átta ég mig á því hversu skrýtið það var að hún fór stundum úr íþróttafötunum eftir æfingu og setti þau aftur í skúffuna, frekar en að þvo þau […] Stundum fór hún líka í sturtu fyrir æfingu og spreyjaði á sig ilmvatni.“

Maðurinn spurði kærustuna hvort að það væri einhver karlmaður í ræktinni að sýna henni áhuga. „Þetta eru bara konur, elskan. Engir karlmenn,“ sagði hún þá.

Örlagaríka stundin

Maðurinn var í vinnuferð en kom heim einum degi fyrr. Sem var fullkomið – að hann hélt – því kærastan hans átti afmæli þann dag og hann ákvað að koma henni á óvart.

„Ég opnaði svefnherbergisdyrnar og sá kærustu mína og aðra konu saman í rúminu. Ég fór beint á pöbbinn að drekkja sorgum mínum,“ segir hann.

„Ég fór heim að lokum og hún viðurkenndi að hún hefur verið að halda framhjá mér í tvo mánuði. Hún bað mig um að bíða á meðan hún myndi ákveða á milli mín og þjálfarans.“

Dear Deidre svarar:

„Hún vonandi nær að vinna úr sínum tilfinningum en ekki láta hana stjórna þínum. Vertu viss um að þú takir eigin ákvarðanir og ert ekki bara að bíða eftir hennar ákvörðun.

Það er möguleiki að þið getið endurbyggt samband ykkar en hún þarf að átta sig á því að hún þarf að vinna fyrir trausti þínu á ný og biðjast almennilega afsökunar. Hún þarf líka að sýna að sambandið milli hennar og þjálfarans sé lokið og finna nýja líkamsræktarstöð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brúðurin sem sigraði hjörtu heimsbyggðarinnar – Yfirgefin við altarið en lét það ekki stoppa sig

Brúðurin sem sigraði hjörtu heimsbyggðarinnar – Yfirgefin við altarið en lét það ekki stoppa sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myrkar hliðar fjólubláu risaeðlunnar afhjúpaðar – Hvers vegna elskar heimurinn að hata?

Myrkar hliðar fjólubláu risaeðlunnar afhjúpaðar – Hvers vegna elskar heimurinn að hata?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hannesarholt opnar eftir árshlé eftir rausnarlegt framlag frá New York – Friðrik V. með veitingareksturinn

Hannesarholt opnar eftir árshlé eftir rausnarlegt framlag frá New York – Friðrik V. með veitingareksturinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Max Verstappen og Viaplay í frekara samstarf

Max Verstappen og Viaplay í frekara samstarf