fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fókus

Hunang, hnerrar og krókódílaskítur – Getnaðarvarnir til forna

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 20. september 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir ríflega 3600 árum blönduðu konur í Egyptalandi og Mesópótamíu saman ávexti akasíutrésins við hunang og maukaðar döðlur. Maukið var sett á bómull sem stungið var í leggöng.

Þetta var snjallt því löngu síðar var komist að því að blandan hefur að hluta til sömu efnasambönd og er að finna í sæðisdrepandi kremum okkar tíma.

Bollafífill var notaður gegn alls kyns kvillum sem hrjáðu hina fornu Egypta, Rómverja og Grikki.

Jurtin var var einnig notuð sem krydd, í ilmvötn og ekki síst sem getnaðarvörn. Konur bjuggu til seyði úr fræjum fífilsins og drukku mánaðarlega. Þær böðuðu einnig kynfæri sín upp úr seyðinu með reglulegu millibili.

Talið er að bollafífill hafi verið með dýrustu og eftirsóttustu vörum Miðjarðarhafssvæðisins í 600 ár. Hann var ekki víða að finna, helst þá á Kýpur, og var þar svo verðmæt útlutningsvara að það var mynd af jurtinni á mynt Kýpur.

Ekki er almennilega vitað hvort bollafífill er gagnleg getnaðarvörn en ein af örfáum rannsóknum sem gerðar hafa verið sýndu fram á góða virkni í rottum.

Fæðingartíðni í Róm til forna var afar lág og vilja margir meina að það hafi ekki síst verið vegna bollafífilsins.

Soranus var grískur heimspekingur og kvensjúkdómalæknir sem starfaði í Róm til forna. Hann gaf út leiðbeiningar um hvernig koma mætti í veg fyrir getnað. Hann sagði konur ættu halda inni sér andanum við sáðlát karlmanns en víkja hið fyrsta. Skyldu þær koma sér fyrir á hækjum sér, þurrka vandlega kynfæri sín og það sem mikilvægast er: Hnerra. 

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á virkni hnerra sem getnaðarvarnar.

Soranus átti fleiri ráð í pokahorninu. Hann sagði að konur ættu að bera gamla, og helst úldna, ólífuolíu á kynfæri sín til að draga úr líkum á getnaði en einnig mætti notast við hunang eða trjákvoðu. Soranus útskýrði ekki af hverju en það má kannski færa  rök fyrir að ofangreind hráefni geti verið sæðisdrepandi.

Soranus var afar umhugað um getnaðarvarnir og það eru til enn fleiri fróðleiksmolar frá kappanum. Eitt af ráðum hans var að mauka granatepli, blanda vatni og bera á kynfæri. Soranus lagði þó áherslu á að eplamaukið væri algjörlega gagnslaust ef að konur drykkju ekki vatn blandað hunangi um leið og maukið væri komið á sinn stað.

Sennilega var Soranus ekki sérlega góður í sínu fagi eftir allt saman.

Hjákonur kínverskra keisara drukku blöndu af blýi, kvikasilfri og arseniki til að koma í veg fyrir getnað.

Blandan er baneitruð og getur auðveldlega dregið fólk til dauða. En konurnar í kvennabúri keisaranna náðu lygilega góðum árangri í að drekka nægilega mikið til að verða ekki óléttar en ekki það mikið að þær veiktust.

Sennilega hefur fjöldi formæðra þeirra fórnað lífinu fyrir þá þekkingu.

Fyrir 4000 árum notuðu konur í Egyptalandi krókódílaskít til að koma í veg fyrir getnað. Skíturinn var þurrkaður og mökuðu konur honum í leggöng eftir kynmök.

Aðrar fornar þjóðir í Indlandi og Mið-Austurlöndum notuðu fílaskít í sama tilgangi. Það er ekki geðsleg tilhugsun að konur hafi troðið dýraskít í sína einkastaði og óljóst hvort eitthvað gagn var að.

Eðli málsins samkvæmt finnast ekki konur sem eru tilbúnar í rannsókn á virkni skítsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?
Fókus
Í gær

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði
Fókus
Í gær

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“
Fókus
Í gær

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum