fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fókus

Annie Mist komin með nóg af því að heyra sömu spurninguna aftur og aftur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 19. september 2022 11:59

Annie Mist Þórisdóttir. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir opnaði sig á dögunum um spurningu sem hún fékk fyrst að heyra á heimsleikunum í CrossFit árið 2010 og hefur fengið hana reglulega í gegnum allan CrossFit feril sinn.

Spurningin sneri að útliti hennar og hvað fólki – strákum sérstaklega – þætti um vöðvastæltan líkama hennar. Annie var þá tvítug og kom spurningin henni í opna skjöldu.

„Ein af spurningunum sem kom mér á óvart og fékk mig til að hugsa […] var: „Hvað finnst fólki (strákum) um að þú sért svona sterk og með svona mikla vöðva?“

Ég virkilega vissi ekki hvernig ég ætti að svara þessu ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég hafði ekki hugsað neitt sérstaklega um hvað öðrum þætti um vöðvana mína,“ segir Annie.

Íþróttakonan viðurkennir að á einhverjum tímapunkti í framhaldsskóla hefði hún hugsað: „Ég vildi óska þess að kviðvöðvarnir mínir myndu ekki sjást í gegnum kjólinn.“

„Og já, það var pirrandi að sum snið og föt pössuðu ekki, en það er eitthvað sem allir glíma við.“

Hvers konar spurning að spyrja tvítuga manneskju?

Annie bendir á að hún var ekki jafn vöðvastælt árið 2010 og hún er núna. „En líka, hvers konar spurning er þetta að spyrja tvítugan einstakling? Og ég hef verið spurð að þessu í gegnum allan ferilinn,“ segir hún.

„Það sem er svo frábært við CrossFit er að þetta snýst um hvað þú getur gert, ekki hvernig þú lítur út.“

Annie leggur áherslu á að svona lítur hún ekki út allt árið. „Ég er líka ekki að segja að allir ættu að vera svona vöðvastæltir eða að vera vöðvastæltur er fallegra en eitthvað annað. Það sem ég er að segja er; nærum líkama okkar vel og á meðan okkur líður vel í eigin skinni þá kemur það engum við hvernig við lítum út!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020
Fókus
Í gær

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu