fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Aðdáendur í áfalli yfir myndbandi af Enrique Iglesias í sleik við tónleikagest

Fókus
Mánudaginn 19. september 2022 15:00

Enrique hefur verið í sambandi með tennisstjörnunni Önnu í rúma tvo áratugi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athæfi söngvarans Enrique Iglesias hefur valdið talsverðu fjaðrafoki á netinu.

Enrique hitti aðdáendur sína í svokölluðu „meet and great“ fyrir tónleika hans í Las Vegas á föstudaginn. Einn kona var aðeins of spennt að hitta átrúnaðargoð sitt og skellti vænum kossi á kinn hans, hún kyssti hann síðan á munninn og frekar en að færa sig þá kyssti söngvarinn hana á móti og káfaði aðeins á afturenda hennar.

Ástæðan fyrir því að myndbandið hefur vakið svona mikla athygli er að Enrique hefur verið í sambandi með tennisstjörnunni Önnu Kournikovu síðan árið 2001.

Sjá einnig: Svona voru viðbrögð barna Enrique Iglesias og Önnu Kournikovu við sjóðheita „Escape“ myndbandinu

Það sem gerir málið enn áhugaverðara er að söngvarinn sjálfur birti myndbandið á Instagram.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Enrique Iglesias (@enriqueiglesias)

Fylgjendur skiptast í fylkingar, fjölmargir segjast öfunda konuna en aðrir segja hann sýna Önnu vanvirðingu með þessu.

Enrique og Anna kynntust við tökur á tónlistarmyndbandi við stórsmellinn „Escape“. Þau eiga saman þrjú börn, Nicholas og Lucy, 4 ára, og Mary, 2 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki