fbpx
Sunnudagur 25.september 2022
Fókus

„Ekkert kynlíf, koffín, áfengi eða sykur“

Fókus
Sunnudaginn 18. september 2022 10:30

Kourtney Kardashian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ekkert kynlíf, koffín, áfengi eða sykur.“

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian segir í viðtali við Wall Street Journal að þetta sé sá ýktasti kúr sem hún hefur farið á. Um er að ræða eins konar hreinsunarkúr sem tekur 5 daga og kallast Ayurvedic Panchakarma. Kourtney segir að nú sé hún að undirbúa sig til að fara aftur á kúrinn á næstunni.

„Þú mátt ekki gera eða fá þér neitt af þessu, ekkert kynlíf, koffín, áfengi eða sykur. Þú verður að fylgja ótrúlega hreinu og ströngu matarræði og þú verður að gera þetat í 5 daga,“ segir hún.

Þegar Kourtney var spurð að því hvort það væri ekki erfitt að stunda ekkert kynlíf með eiginmanni sínum, rokkstjörnunni Travis Barker, lét hún það hljóma eins og það væri ekkert mál. Ástæðan fyrir því er sú að „verðlaunin“ fyrir að halda út í 5 daga eru svo góð. „Þegar þú mátt ekki fá eitthvað og svo færðu þér það,“ segir hún og bætir við að þegar hún er á kúrnum þá geti hún ekki beðið eftir því að fá sér koffíndrykki.

„Þetta snýst allt um að gæta hófs og að vera góð við sjálfa sig,“ segir hún og tekur sem dæmi að ef hún færi til Cabo í Mexíkó þá myndi hún fá sér margarítur, snakk og lárperumauk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þau eru guðforeldrar Archie – Ljúfsárar tengingar við fortíð Harry

Þau eru guðforeldrar Archie – Ljúfsárar tengingar við fortíð Harry
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi skjólstæðingur Ellen stígur fram og lætur allt flakka – „Þetta var hryllilegt“ 

Fyrrverandi skjólstæðingur Ellen stígur fram og lætur allt flakka – „Þetta var hryllilegt“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lestu textann við lag Auðs og Bubba – „Fólkið hatar mig, elskar mig“

Lestu textann við lag Auðs og Bubba – „Fólkið hatar mig, elskar mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Draumar aðdáenda Johnny Depp rættust – næstum því

Draumar aðdáenda Johnny Depp rættust – næstum því