fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fókus

„Það var þrautin þyngri að koma sér í kvikindið“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 13:00

Mynd: Einar Þór Einarsson, sonur Guðríðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðríður Haraldsdóttir, blaðamaður og prófarkalesari, birti um helgina skemmtilegan pistil á bloggsíðu sinni en í honum segir hún meðal annars frá glímu sinni við aðhaldsflík sem hún keypti á dögunum.

„Stráksi ekki heima um helgina svo þá gátum við kettirnir aldeilis farið á kreik. Uppþvottavélin brilleraði í gær og þvottavélin í dag svo það er sérdeilis stuð á bæ. Helgin hefur eiginlega farið í að máta aðhaldsflík sem ég freistaðist til að kaupa um daginn. Hún tekur af manni 20 kílóin sem ljósmyndir bæta á mann, og sælgæti og kökur,“ segir Guðríður.

Guðríður segir að það hafi ekki verið auðvelt að komast í flíkina sem um ræðir. „Það var þrautin þyngri að koma sér í kvikindið. Saumurinn sem átti að vera aftan á var allt of langt til vinstri eftir fyrsta troð svo ég þurfti að gera aftur,“ segir hún.

„Konan í búðinni (Sassy) vildi meina að þetta ætti að verða eins og hluti af mér, þægilegt og … eggjandi, ef ég heyrði rétt. Hmmm. En ég kvarta ekki, nema það væri frábært ef fylgdi manneskja með sem hjálpaði til við að tosa upp. En ég bæði grenntist og lengdist talsvert við þetta og það eru engar ýkjur að segja að ég sé bæði há og rennileg í þessum skrifuðum orðum.“

Þá lætur Guðríður fylgja með mynd af aðhaldsflíkinni en þá mynd má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?
Fókus
Í gær

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði
Fókus
Í gær

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“
Fókus
Í gær

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum