fbpx
Mánudagur 15.ágúst 2022
Fókus

Gleðigangan er á morgun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. ágúst 2022 17:00

Frá opnunarhátíð Gay Pride í Gamla bíói. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun, laugardaginn 6. ágúst, ná Hinsegin dagar hámarki með Gleðigöngunni sem tekur yfir miðborg Reykjavíkur.

Gangan fer af stað klukkan 14 frá Hallgrímskirkju og sem leið liggur niður Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuveg að Hljómskálagarði þar sem fram fer hátíðardagskrá. Reykjavíkurborg hvetur fólk til að koma gangandi, hjólandi eða með strætó í bæinn því miklar takmarkanir verða á umferð.

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar um viðburðinn segir meðal annars:

„Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga en hún eykur sýnileika hinsegin fólks og er stuðningur við réttindabaráttu þess. Í göngunni sameinast hinsegin fólk undir einum hatti og gengur í gleði fyrir málefni hinsegin baráttunnar ásamt fjölskyldu og vinum.  Í ár er lögð sérstök áhersla á að minna á réttindabaráttu hinsegin fólks en víða hefur verið bakslag í réttindum þess og meira hefur borið á fordómum og hatri í garð hinsegin fólks en áður.“

Allmargar götur verða lokaðar í miðborginni á meðan göngunni stendur. Lokanir eru frá Hallgrímskirkju og á öllum aðliggjandi götum göngunnar, Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu.

Sjá nánar um gönguna á vef Reykjavíkurborgar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Anne Heche sögð heiladauð eftir slysið og ekki hugað líf

Anne Heche sögð heiladauð eftir slysið og ekki hugað líf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar slegnir yfir typpamynd Tommy Lee

Netverjar slegnir yfir typpamynd Tommy Lee
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kristján Jón er sterkasti maður Íslands 2022

Kristján Jón er sterkasti maður Íslands 2022
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona lengi á kynlífið að endast samkvæmt kynlífssérfræðingnum

Svona lengi á kynlífið að endast samkvæmt kynlífssérfræðingnum