fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Nágrannar kvaddir eftir 37 ár – Þetta eru stærstu stjörnurnar sem þættirnir hafa alið af sér

Fókus
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grannar, allir vilja góða granna…. Svona hljómaði upphafsstefið í vinsælu áströlsku sápuóperunni Nágrannar sem fjölluðu um fólkið sem bjó á Ramsey-götu og ástir þeirra og örlög. Fyrsti þátturinn fór í loftið árið 1985 og hafa margir leikarar verið í þáttunum frá því að þeir voru aðeins lítil börn.

Margir eiga líklega eftir að sakna þáttanna, en seinasti þátturinn hefur nú verið sýndur. Það eru ófáar stjörnurnar sem hafa leikið í þáttunum í lengri eða skemmri tíma í gegnum árin, þegar ferill þeirra var rétt að hefjast. Við skulum rifja upp nokkrar þeirra stærstu.

Kylie Minogue

Ástralska tónlistarkonan Kylie Minoge er í dag best þekkt fyrir tónlist sína. Áður en hún varð heimsfræg lék hún hlutverk Charlene Robinson í Nágrönnum á árunum 1986-1988. Þá var Kylie aðeins nýbúin að klára gaggó. Persónan Charlene naut mikilla vinsælda, fyrst og fremst vegna sambands hennar og persónunnar Scott Robinson, en ástarsambandið lék stórt hlutverk í þáttunum á þessum tíma og átti fjöld aðdáenda. Samhliða hlutverkinu byrjaði Kylie að gefa út tónlist og gekk það svo vel að hún ákvað að segja skilið við Nágranna og einbeita sér að tónlistarferlinum.

Kyle sneri þó aftur í lokaþáttinn á dögunum og kom þá á daginn að persóna hennar, Charlene, var enn gift Scott og þau enn, eftir allan þennan tíma, ljómandi lukkuleg saman.

Margot Robbie 

Margot Robbie er í dag stórstjarna í Hollywood og hefur leikið í myndum á borð við The Wolf of Wall StreetSuicide Squad og ITonya. Hún hefur í tvígang verið tilnefnd til Óskarsverðlaunanna og var árið 2019 á lista Forbes yfir hæst launuðustu leikkonurnar.

Hún hóf feril sinn í Nágrönnum, en þar lék hún hlutverk Donnu Freedman á árunum 2008-2011. Til að byrja með átti hún að vera í litlu gestahlutverki en var svo gefið stærra hlutverk eftir góðar viðtökur áhorfenda.

Hún, eins og Kylie, sneri aftur í lokaþátt Nágranna á dögunum til að heiðra þættina sem skutu henni upp á stjörnuhimininn.

Liam Hemsworth

Liam Hemsworth þekkja flestir í dag og jafnvel enn fleiri þekkja eldri bróður hans, Chris Hemsworth sem leikur Þór í Marvel-ofurhetjumyndunum. Liam hefur þó einnig gert garðinn frægan í myndum á borð við The Hunger Gamestrílógíunni.

Liam lék í Nágrönnum 2007-2008, en hann var þar í hlutverki Josh Taylor sem hafði lamast fyrir neðan mitti eftir slys á brimbretti.

Russel Crowe

Stórleikarinn Russel Crowe sem flestir þekkja úr myndum á borð við Les MisérablesGladiatorA Beautiful Mind og svona mætti lengi áfram telja. Hann hlaut Óskarsverðlaunin eftirsóttu fyrir leik sinn í myndinni Gladiator og hefur þar að auki verið tilnefndur í tvígang til viðbótar fyrir myndirnar The Insider og A Beautiful Mind.

Áður en hann varð heimsþekktur fór hann með lítið gestahlutverk í Nágrönnum árið 1987.

Holly Valance

Söng- og leikkonan Holly Valance var þekkt í tónlistarsenunni skömmu eftir aldamótin eftir að hún sló í gegn með vinsæla laginu Kiss Kiss. Síðar lék hún í vinsælu þáttunum Prison Break og var árið 2011 keppandi í dansþáttunum Stricktly Come Dancing.

Fyrir allt þetta lék hún í rúmlega 400 þáttum af Nágrönnum þar sem hún var í hlutverki Felicity Scully á árunum 1999-2002. Áður en hún fékk það hlutverk hafði hún aðeins leikið í auglýsingum og því reyndist þetta stóra tækifærið hennar sem hjálpaði ferli hennar af stað.  Hún sneri svo aftur til að taka þátt í 20 ára afmælisþættinum og sömuleiðis sneri hún aftur í lokaþættinum.

Guy Pearce

Stórleikarinn Guy Pearce hefur heldur betur leikið í eftirminnilegum kvikmyndum á lögnum ferli sínum. Myndum á borð við The Adventures of PriscillaQueen of the Desert, L.AConfidentialMemento og The King’s Speech, svo fáein dæmi séu tekin.

Líkt og aðrir sem hafa hér verið taldir upp hóf hann ferilinn í Nágrönnum þar sem hann lék Mike Young á árunum 1986-1989. Hann yfirgaf þættina til að einbeita sér að kvikmyndaleik en sneri þó aftur í síðustu þremur þáttum Nágranna.

Natalie Imbruglia

Líklega þekkja allir sem hafa einhvern tímann hlustað á útvarp lagið Torn sem söngkonan Natalie Imbruglia söng árið 1997. Hún varð síðar dómari í áströlsku Xfactor keppninni. Hún lék á árunum 1992-1994 í Nágrönnum þar sem hún var í hlutverki Beth Brennan.

Hún sneri líka aftur í seinasta þætti þáttanna.

Jesse Spencer

Jesse Spencer þekkja flestir úr vinsælu læknaþáttunum House þar sem hann fór með hlutverk Robert Chase, eða úr þáttunum Chicago Fire þar sem hann fór með hlutverk Matthew Casey.

Hann tók þó sín fyrstu skref í Nágrönnum þar sem hann lék hlutverk Billy Kennedy á árunum 1994-2000.

Hann sneri aftur í 20 ára afmælisþættinum árið 2005 og að sjálfsögðu kom hann aftur í lokaþáttinn.

Alan Dale

Margir kannast við Alan Dale. Nýlega úr hlutverki sínu sem brytinn Joseph Anders í endurgerðu Dynasty þáttunum, eða úr vinsælu unglingaþáttunum The O.C á árunum 2003-2005.

Hann lék í Nágrönnum frá fyrsta þætti þeirra og allt þar til árið 1993 þar sem hann fór með hlutverk Jim Robinson.  Hann hætti í þáttunum eftir ósætti við framleiðendurna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa