fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

Gafst upp á karlmönnum eftir hræðilega lífsreynslu

Fókus
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera einhleypur í makaleit. Kona ein hefur nú gefið leitina á bátinn eftir ömurlegt stefnumót – eða öllu heldur næstum því stefnumót.

Samantha deildi sögu sinni á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún greinir frá því að seinasta tilraun hennar til að fara á stefnumót hafi endað vægast sagt illa.

„Er það bara ég sem er að þjást? Hversu vandræðalegt. En ætla samt að deila þessu,“ skrifaði hún með myndbandi sem hefur farið sem eldur í sinu um TikTok.

Í myndbandinu segir hún: „Þegar þú ert algjörlega búin að gefast upp á þessu stefnumóta dæmi. Kvöldið var kornið sem fyllti mælinn. Við höfðum skipulagt stefnumót fyrir viku síðan og ætluðum í keilu. Hann ætlaði að sækja mig.“

Samantha útskýrir að maðurinn hafi verið ögn seinn á ferðinni svo hún ákvað að bíða eftir honum úti. Svo þegar hann mætti nálgaðist hún bílinn til að fá sér sæti en maðurinn hafi þá gefið í og stungið af og hún staðið eftir eins og asni og algjörlega orðlaus.

„Hann bara fór. Skildi mann eftir án skýringar, án þess að segja nokkuð. Ímyndið ykkur hvernig ykkur myndi líða eftir svona því mér líður eins og algjörum skít.“

Margir lýstu yfir samúð með Samönthu í athugasemdum og segja að þessi framkoma mannsins sé óafsakanleg og gífurlega særandi.

„Hey þú ert falleg,“ skrifaði einn. „Þú ert með góðlátleg augu og virkar mjög klár. Þetta er hans missir, ekki gefast upp.“

„Ég trúi því staðfastlega að öll höfnun sé heimurinn að segja okkur að þetta hafi verið röng stefna. Haltu í trúnna, eitthvað betra er á leiðinni,“ skrifar annar.

Þúsundir annara hafa skilið eftir athugasemdir til að stappa í Samönthu stálinu og virðast allir sammála því að maðurinn hafi verið gífurlega dónalegur og hún sé í raun heppin að hafa sloppið við kauða.

 

@samanthaleanne999 Is it just me that suffers? How embarrassing. But putting it out there anyway.#embarrased#datingfails#feelshit#whatishappening#whatiswrongwithme#fail ♬ Get You The Moon – Kina

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið
Fókus
Í gær

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt
Fókus
Fyrir 3 dögum

gímaldin og Loftur með tónleika á Kex Hostel

gímaldin og Loftur með tónleika á Kex Hostel
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emil Hjörvar Petersen rithöfundur – ,,Ég var eins og krakkarnir í Stranger Things“

Emil Hjörvar Petersen rithöfundur – ,,Ég var eins og krakkarnir í Stranger Things“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna dró hjólahvíslarinn sig í hlé – „Hún heitir Harpa Dögg og á hug minn allan“

Þess vegna dró hjólahvíslarinn sig í hlé – „Hún heitir Harpa Dögg og á hug minn allan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spurningin sem varð til þess að Denise Richards ákvað að skilja við Charlie Sheen

Spurningin sem varð til þess að Denise Richards ákvað að skilja við Charlie Sheen