Sigrún Lilja Gyðja Guðjónsdóttir og unnusti hennar, Reynir Daði Hallgrímsson, eiga von á barni.
„Besta jólagjöf allra tíma er væntanleg í desember 2022. Við Reynir erum ótrúlega hamingjusöm og spennt að tilkynna heiminum að við eigum von á lítilli prinsessu í desember,“ skrifar Sigrún Lilja, eða Gyðjan, eins og hún er oft kölluð í færslu á Facebook-síðu sinni og greinilegt er að hún er að springa úr hamingju.
Sú sem fagnar þó manna mest er systir hennar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og borgarfulltrúi, en þær systur eru afar nánar. Svo nánar í raun að þær eru samferða í barneignunum en Dóra Björt eignaðist son með kærasta sínum, Sævari Ólafssyni, í apríl á þessu ári.
Sigrún Lilja á og rekur í dag líkamsmeðferðarstofuna House of Beauty í Fákafeni.