fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Ryan Seacrest með allt á útopnu í tveimur neyðarlegum atvikum

Fókus
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest lenti í neyðarlegu atviki á dögunum í spjallþætti sínum Live With Kelly and Ryan.  Hann verður þó ekki þekktur fyrir annað en að taka á svona uppákomum af stóískri ró.

Í myndbroti frá þættinum í gær bauð Ryan fyrsta gest sinn velkominn,  sjónvarpsstjörnuna Carson Kressley sem gerði garðinn frægan í fyrstu þáttaröðum Queer Eye for the Straight Guy og sem dómari í vinsælu drag-þáttunum RuPaul’s Drag Race.

Þegar þeir Ryan og Carson fengu sér sæti gerði Ryan sér grein fyrir því að hann var með opna buxnaklauf – „Já og meðan ég man, ég er með opna buxnaklauf,“ sagði Ryan við Carson.

Carson var fljótur að bregðast við: „Ég geri ráð fyrir að þú hafir verið svona glaður að sjá mig.“

Ekki var Ryan lengi að svara því: „Ég bara henti mér í þessar buxur á síðustu stundu eftir að ég sé hverju þú ætlaðir að klæðast. Ég þurfti að skipta hratt.“

Ryan lenti í svipuðum aðstæðum þegar hann var að kynna lokaþáttinn í keppnisþáttunum American Idol í maí. Þá var Ryan í aðeins of víðum nærbuxum sem gerði það að verkum að áhorfendur gátu séð útlínur þess sem hann hefur að vinna með fyrir sunnan í gegnum buxur hans.  Ryan sagði í viðtali eftir þáttinn að hann stílisti hans hafi nálgast hann í fyrsta auglýsingahléinu og sagðit: „Má ég segja þér svolítið – við verðum að láta þig skipta um nærbuxur.“

Stílistinn var sem betur fer með aukanærföt af sjálfum sér á vettvangi og náði að koma Ryan í þrengri nærbuxur enda eins og Ryan sagði sjálfur í viðtali síðar, er þetta fjölskylduþáttur og því ekki við hæfi að  sýna „sunnlendinginn“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa