fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Keppandi í Bachelorette biðst afsökunar á óásættanlegri framkomu

Fókus
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirnir Bachelor og Bachelorette njóta mikilla vinsælda í heiminum. Þar er um að ræða eins konar raunveruleikaþætti í keppnisformi þar sem hópur einhleypra keppist um að ná ástum þess sem er piparsveinninn eða piparjónkan hverju sinni.

Nýlega kepptust einhleypir karlmenn um að ná ástum þeirra Rachel Recchia og Gabby Windey, en í fyrsta sinn voru tvær piparjónkur í aðalhlutverki í þáttunum. Þetta nýja fyrirkomulag hefur vakið nokkra athygli enda þurfti þær Gabby og Rachel að keppast um hvaða keppendur kæmu í þeirra „lið“ ef svo má að orði komast.

Einn keppandinn um hylli þeirra er Hayden Markowitz. Í síðasta þætti kallaði hann þær Rachel og Gabby tíkur sem kæmust ekki með tærnar þar sem fyrrverandi kærasta hans hefði hælana.

Hann gaf út yfirlýsingu í kjölfar þess að þátturinn var sýndur.

„Fyrir ykkur sem horfðuð á þáttinn í kvöld, þar sáuð þið mínar verstu hliðar og mig á sem lægstu plani. Ég hef reynt að bera mig af auðmýkt og virðingu fyrir öðrum. Hins vegar varð þessi dómgreindarbrestur minn ekki bara vonbrigði heldur algjörlega óásættanlegur. Ég vil í einlægni biðja bæði Gabby og Rachel afsökunar á framferði mínu.“

Hann sagðist taka fulla ábyrgð á því að hafa ekki verið sá maður sem móðir hans ól hann upp til að vera í þættinum. Hann hafi hvorki verið tilfinningalega né andlega tilbúinn til að vera í raunveruleikaþætti og er óánægður með það hvernig þeirri reynslu lauk.

„Þrátt fyrir allt sem gerðist þá var þetta dásamleg lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma og mun læra af. Ég óska Gabby og Rachel alls hins besta og vona að þær geti fyrirgefið mér.“

Hvorug piparjúnkan hefur brugðist við afsökunarbeiðninni sem stendur.

Þetta nýja fyrirkomulag að hafa tvær piparjónkur hefur reynst nokkuð erfitt og hlotið töluverða gagnrýni. Til að mynda höfnuðu þrír menn rós frá Rachel þar sem þeir vildu frekar fá rós frá Gabby. Því verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og eins hvort þetta fyrirkomulag verði viðhaft í komandi þáttaröðum eða hvort það fái aldrei rósina aftur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa