fbpx
Mánudagur 15.ágúst 2022
Fókus

Justin Timberlake sagður dónaleg díva – „Við vorum niðurlægðar“ 

Fókus
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska sjónvarpsstjarnan Audrina Patridge gaf nýlega út sjálfsævisöguna ChoicesTo the Hills and Bak Again.

Í þeirri bók segir leikkonan og fyrirsætan, sem gerði garðinn frægan í raunveruleikaþáttunum The Hills, að tónlistarmaðurinn Justin Timberlake sé ekki sá indæli maður sem margir telja að hann sé.

Samkvæmt Audrina sýndi Justin af sér „dónalega dívu hegðun“ fyrir rúmum áratug síðan á MTV tónlistarverðlaunahátíðinni árið 2007.

„Okkur var boðið á svo margar verðlaunahátíðir og jafnvel boðið að kynna verðlaun nokkrum sinnum,“ skrifar Audrina í bókinni.

„Ég mun aldrei gleyma MTV tónlistarverðlaunahátíðinni árið 2007,“ heldur hún áfram. Hún tekur fram að hún ásamt Lauren Conrad og Whitney Port – sem einnig voru hluti af The Hills, hafi verið upp á svðið til að afhenda verðlaunin fyrir karlkyns flytjanda ársins.

Lauren og Whitney voru ekkert smá spenntar þegar Justin Timberlaka vann því þær eru miklir aðdáendur. Ég er ekki hrifin af tónlistinni hans svo mér hefði ekki getað verið meira saman en ég var spennt fyrir þeirra hönd.“

Audrina segir að hún hafi komist að því að hún væri ekki heldur hrifin af persónuleika söngvarans.

„Og þá neitaði Justin að koma til okkar og taka við verðlaunum fyrir framan pakkaðann salann! Chris Brown kom með honum upp á svið, tók af okkur verðlaunin, og afhenti svo Justin á meðan við forðuðum okkur til hliðar.“

Audrina segir að Lauren og Whitney hafi orðið miður sín við þetta og hún sjálf hafi orðið verulega pirruð yfir þessari „dónalegu dívu framkomu“.

Þetta hafi síðan bara orðið verra.

„Eins og þetta hafi ekki verið nægilega slæmt, þá fór Justin á sviðið og sagði við áhorfendur: „MTV spilið meira af tónlistarmyndböndum. Við viljum ekki sjá The Simpsons eða raunveruleikasjónvarp.““

Audrina tók þessu sem persónulegri árás þar sem The Hills var sýnt á MTV.  „Lauren missti andlitið. Við vorum niðurlægðar.“

Árið 2007 nutu þættirnir The Hills gífurlegra vinsælda og horfðu milljónir manna á hvern þátt.

Audrina tekur fram að sem betur fer hafi ekki allir verið jafn dónalegir við þær og Justin.

„Sem betur fer voru ekki allir jafn dónalegir. Borðið okkar var við hliðina á ungstjörnu og móður hennar. Þið þekkið kannski nafnið Rihanna?“

Rihanna hafi gefið sér tíma til að ræða við Audrinu þetta kvöld og var mjög kurteis og yndisleg. „Hún var líklega ein af mínum uppáhalds manneskjum sem ég hef hitt á verðlaunahátíðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nicola Peltz rýfur þögnina um „stríðið“ við Victoriu Beckham

Nicola Peltz rýfur þögnina um „stríðið“ við Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi kærustur Hollywood-stjörnunnar Armie Hammer stíga fram – „Ég er 100% mannæta“

Fyrrverandi kærustur Hollywood-stjörnunnar Armie Hammer stíga fram – „Ég er 100% mannæta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eru álitin meðal stórmenna sögunnar – En þau áttu sér einnig mun dekkri hliðar sem fæstir vissu af

Þau eru álitin meðal stórmenna sögunnar – En þau áttu sér einnig mun dekkri hliðar sem fæstir vissu af
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef ekkert val. Ég þarf að vera í samskiptum við þennan mann sama hvað hann gerði“

„Ég hef ekkert val. Ég þarf að vera í samskiptum við þennan mann sama hvað hann gerði“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Olivia Newton-John er látin

Olivia Newton-John er látin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ásgeir Trausti nældi sér í Reykjavíkurdóttur

Ásgeir Trausti nældi sér í Reykjavíkurdóttur