Eins og alþjóð veit þá hófst eldgos á Reykjanesskaganum í dag, nánar tiltekið hófst gosið klukkan 13:18 í Geldingadölum um 1,5 kílómetrum frá Stóra-Hrút.
Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við DV fyrr í dag að of snemmt væri að svara því hvort um væri að ræða kraftmikið eða kraftlítið gos. „Það byrjar rólega og svo þurfum við að sjá hvernig það þróast.“
Lesa meira: Staðsetning eldgossins virðist hagstæð
Að sjálfsögðu varð allt vitlaust hjá Íslendingum á Twitter þegar gosið hófst. Það kemur eflaust fáum á óvart þar sem íslenskir notendur samfélagsmiðilsins eru yfirleitt fljótir að láta heyra í sér þegar eitthvað gerist á þessu litla landi sem við búum öll sjálfviljug á af einhverri ástæðu.
Í dag voru því allir helstu spéfuglar og sófasérfræðingar forritsins kallaðir út og fóru þeir flestir að drita út misfyndnum og misgáfulegum færslum um eldgosið sem hófst í dag.
DV ákvað að taka saman brot af því besta sem Íslendingar á Twitter hafa að segja um eldgosið en það má sjá hér fyrir neðan:
Skál! pic.twitter.com/6hh5Ak9Z8O
— Davíð Roach (@DavidRoachG) August 3, 2022
Jarðfræðingar fyrir gos: "það gæti byrjað eldgos eftir 100 ár eða á eftir"
Jarðfræðingar þegar eldgos er hafið: "það er eldgos núna"
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) August 3, 2022
Goodbye jarðskjálfta-smalltalk, new eldgos just dropped
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) August 3, 2022
gos hafið? hvaða gos þá? coca cola? (vona að þetta hafi ekki sært neinn)
— Tómas (@tommisteindors) August 3, 2022
Dagurinn í dag: nákomin einstaklingur greinist með Covid og það byrjar eldgos.. held ég hafi séð þessa mynd áður.. #covid #eldgos
— Þorsteinn Haukur (@thorsteinnhauku) August 3, 2022
Er hafið ekki sjór? pic.twitter.com/TaSziZuPCB
— Dr. Rósmann (@Dr_Rosmann) August 3, 2022
Er búið að taka Björn Steinbekk úr formalíninu?
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) August 3, 2022
Eldgos more like El gos pic.twitter.com/YLXt3E213y
— Sísli 🥵🧴🤚 (@siggisaedi) August 3, 2022
Ef þetta eldgos hefur áhrif á ferð mína til útlanda seinna í mánuðinum þá mun ég ganga berserksgang 😤
— ✨ Inga Boogie ✨ (@Ingaboogie) August 3, 2022
Það er viss Skellur að herra KMU sé ekki a landinu
Hver fer í ghula vestið??#GulaVestið #Eldgos #Reykjanes #Fagradalsfjall https://t.co/tQdy0xjAj7
— Árni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) August 3, 2022
Mar nennir varla að kíkjá á þetta gos fyrir enn það er amk. 100 metra strókur upp í loftið..annað er tímasóun#eldgos
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) August 3, 2022
Vil sjá einhvern fromiceland gæja gera backflip ofan í nýja gosið, væri nett footage held ég
— Ari Páll (@aripkar) August 3, 2022
hér veljum við að búa pic.twitter.com/R7yzgBty4D
— slemmi (@selmalaraa) August 3, 2022
Þegar ég ca 18 ára hitti ég einhvern furðulegan mann sem vildi fá að mynda mig allsbera fyrir framan gjósandi eldfjöll. Basically hafa mig á standby og fljúga með mig í glóandi hraun á rassgatinu
Hvar er hann í dag HA
— Andrea Aldan Hauksdóttir (@andreahauks) August 3, 2022
malið er sko að eg er skyggn and im never wrong about anything ever https://t.co/bZhyde32CC pic.twitter.com/rg2hXnYkDu
— Hannah Montana (@verzlhoe) August 3, 2022
Hvenær getur maður labbað að gosinu og tekið selfie og póstað á grammið?
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) August 3, 2022
allir á twitter núna pic.twitter.com/A8bYc7tUYA
— 🅱️onservative teenager (@Thugsbemakinout) August 3, 2022
Ég er að útskýra fyrir alþjóðlegum samstarfsmönnum mínum í Brussel að jú, ég sé að flytja heim, til landsins þar sem jörð skelfur og hafið er virkt eldgos (aftur), þar sem verðbólgan er hærra en hitastigið að sumri til og þar sem það kostar 4000 isk að fara út að borða í hádeginu
— Védís (@vedis_eva) August 3, 2022
afsakið kæri gosmökkur… ég er að reyna að horfa. viltu vinsamlegast færa þig? pic.twitter.com/ISqb1fPJRf
— björgvin bílakall🌻🇵🇸 (@bjurgvin) August 3, 2022