fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

Hann var aðeins sjö ára – Heimsins yngsti fjöldamorðingi

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 2007 sat hinn sjö ára gamli Amarjeet Sada fyrir framan hús sitt í Bihar í Indlandi og var að leika sér, eins og barna er siður. Móðir hans þurfti að fara á markaðinn og bað hann um að hafa auga á sex ára frænku sinni á meðan. Móðir telpunnar hafði fengið starf sem þerna og gat ekki tekið dóttur sína með í vinnuna.

Því hafði móðir Amarjeet tekið að sér að gæta telpunnar. 

Kyrkti frænku sína

Amarjeet var því einn heima með frænku sinni. Um leið og móðir hans var horfin sjónum fór Amarjeet inn þar sem litla frænka hans svaf. Hann settist við rúmgaflinn og horfið á hana sofa í nokkrar mínútur áður en hann setti hendur um háls hennar og þrengdi að. Litla stúlkan vaknaði, grét og barðist við að losa sig en án árangurs.

Amarjeet sagði síðar að það hefði jafnvel verið meira gaman að sjá hana berjast um en að myrða hana. 

Þegar að telpan var látin dró Amarjeet haba út í bakgarðinn en var ekki nógu ánægður með ,,handverk” sitt. Hann lamdi hana því í höfuðið með múrsteini þar til heilinn lá lá úti. Þá gróf hann grunna gröf, henti frænku sinni ofan í, og mokaði yfir. 

Áttaði sig á að sonur hennar var morðingi

Þegar að móðir Amarjeet sneri heim af markaðinum og spurði hvar frænka sín væri brosti Amarjeet sínu blíðasta og sagðist hafa drepið hana. Hann fylgdi því næst skelfingu lostinni móðir sinni í bakgarðinn og sýndi henni hreykinn gröfina. Móðir hans var komin sex mánuði á leið en fór strax á fjórar fætur og gróf upp frænku sína með höndunum.

Andlit stúlkunnar var óþekkjanlegt, svo illa hafði Amarjeet barið höfuð hennar.

Móðir Amarjeet áttaði sig á sjö ára sonur hennar var morðingi. 

Þegar að faðir Amarjeet kom heim úr vinnunni sagði eiginkona hans honum alla sólarsöguna. Þau létu lögreglu ekki vita af ótta við að eyðileggja framtíð sonar síns og þess í stað batt faðir Amarjeet han við staur og hýddi drenginn rækilega.

Amarjeet skildi ekkert í reiði foreldra sinna. 

Ótrúlegt loforð

Þegar að frænkan kom að sækja dóttur sína féllu hjónin á hné og grátbáðu hana að fyrirgefa syni sínum og segja ekki nokkrum manni frá morðinu. Um barnaleg mistök hefði verið að ræða og ekki rétt að láta Amarjeet borga fyrir þau alla ævi. Hvort um var að ræða löngun til að vernda heiður fjölskyldunnar, samúð með ættingjum sínum eða eitthvað annað féllst frænkan á beiðnina, þótt ótrúlegt megi virðast.

Hún lofaði enn fremur að segja ekki nokkurri sálu frá. 

Amarjeet Sada

Þremur mánuðum síðar fæddi móðir Amarjeet dóttur og var óttaslegin um hvað Amarjeet kynni að gera litlu systur sinni. Sagði hún hann aldrei mega skaða hana á nokkurn hátt og lofaði Amarjeet því. En innst inni var hann mjög ósáttur við þennan ,,aðskotahlut” sem stal af honum athygli foreldra sinna. 

Og á meðan að fjölskyldan fékk sér eftirmiðdagsblund kyrkti hann sex mánaða barnið þar sem hún lá í vöggu sinni. Því næst hélt hann áfram að leika við leikfangabílinn sinn. 

Þriðja morðið

Um leið og móðir Amarjeet vaknaði og sá að dóttir hennar var látinn vissi hún hver bar ábyrgðina og hafði drengurinn ekki einu sinni fyrir að neita heldur hló bara. Aftur hýddi faðir hans Amarjeet, og nú helmingi verr en áður. Þegar að nágrannarnir heyrðu af glæpnum kröfðust þeir að samband yrði haft við lögreglu.

Aftur neituðu foreldrarnir að hafa samband við yfirvöld og tókst meira að segja að sannfæra nágrannana um að þegja yfir glæpnum. 

Annar þorpsbúi, Chunchun Devi, þurfti að skjótast frá nokkrum vikum síðar og bað kennara í barnaskóla þorpsins að hafa auga með sex mánaða barni sínu. Þegar hún kom aftur var barnið horfið og hafði Chunchun strax samband við lögreglu. Lögregla yfirheyrði þorpsbúa sem viðurkenndu að vita af barnsmorðum Amarjeet en töldu ólíklegt að hann bæri ábyrgð á þessu barnshvarfi. Varla hafði hann gengið inn í barnaskóla og út aftur með ungabarn eins og ekkert væri? 

Pakki af kexi

Lögregla var ekki jafnviss og hóf að yfirheyra Amarjeet. Lögreglumönnum þótti furðulegt að nýlega átta ára barn sýndi enga hræðslu né uppnám við að vera umkringt einkennisklæddum lögreglumönnum á lögreglustöð. Hann hvorki grét né kallaði eftir foreldrum sínum. Hann sat bara og brosti. 

Var hann spurður að því hvort hann bæri ábyrgð á hvarfi, og hugsanlega morði, barnsins og sagðist Amarjeet segja þeim það ef þeir gæfu honum kassa af kexi. 

Þegar að Amarjeet hafði maulað á kexinu sagðist hann hafa laumast inn í skólann þegar að kennarinn sá ekki til, kyrkt litlu telpuna til bana og falið líkið á baklóð skólans. Hann sýndi lögreglumönnum hvar líkið var að finna og sagði með stolti hafa gert slíkt hið sama tvisvar sinnum áður.

Útskýrði hann nákvæmlega hvernig hann hefði farið að og rann viðstöddum kalt vatn milli skins og hörunds við að heyra hversu nákvæmlega sama drengnum var um að hafa framið þrjú morð. 

Foreldrar Amarjeet Sada

Of hættulegur öðrum börnum

Amarjeet var of ungur til að vera ákærður fyrir morð en þess í stað sendur á unglingaheimili þar sem honum var haldið í einangrun þar sem hann taldist of hættulegur öðrum börnum. Hann fékk meðferð sálfræðinga og hafa þær skýrslur aldrei verið gerðar opinberar í heild sinni. Þó er vitað er að hann var úrskurðaður með sadisma háu stigi, sem er afar sjaldgæfur í þetta ungum börnum. Hann var einnig vel fyrir ofan meðarlag í greind.

Hvað olli algjörum tilfinningakulda og siðblindu Amarjeet er erfitt um að segja. Hann sýndi aldrei iðrun og fannst hann reyndar ekki hafa gert neitt rangt, honum hafi langað til að meiða litlu stúlkurnar og því gert það. Af hverju fólk var að gera stórmál úr því var honum framandi. 

Sumir vilja halda fram að hann hafi fengið höfuðhögg í barnæsku, aðrir halda fram að hugsanlega hafi hann orðið fyrir einhvers konar tilfinningaáfalli og þeir eru til sem segja að hann hafi einfaldlega fæðst illur. 

Þegar að Amarjeet var 18 ára var honum sleppt af unglingaheimilinu lögum samkvæmt. Hann fékk nýtt nafn og auðkenni og enginn veit hvar hann dvelur í dag né hvað hann heitir. Það er lítið annað hægt en að vona að meðferðin á unglingaheimilinu hafi hjálpað og dagar Amarjeet sem morðingja séu liðnir.

Amarjeet Sada er 22 ára í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Ekki fokka í mér, ég á afmæli“

Vikan á Instagram – „Ekki fokka í mér, ég á afmæli“
Fókus
Í gær

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mál Katrínar var fellt niður þrátt fyrir játningu mannsins – „Ég bauð bara vini mínum að gista, gaur sem ég treysti“

Mál Katrínar var fellt niður þrátt fyrir játningu mannsins – „Ég bauð bara vini mínum að gista, gaur sem ég treysti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

gímaldin og Loftur með tónleika á Kex Hostel

gímaldin og Loftur með tónleika á Kex Hostel
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um „óheilbrigt“ samband við eldri TikTok-stjörnu þegar hún var 16 ára

Opnar sig um „óheilbrigt“ samband við eldri TikTok-stjörnu þegar hún var 16 ára
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna dró hjólahvíslarinn sig í hlé – „Hún heitir Harpa Dögg og á hug minn allan“

Þess vegna dró hjólahvíslarinn sig í hlé – „Hún heitir Harpa Dögg og á hug minn allan“