fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Þetta voru viðbrögð karlmanna þegar hún vildi nota smokkinn

Fókus
Föstudaginn 19. ágúst 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ástralska Chloe Burns deildi myndbandi á TikTok nýlega sem fékk mun meiri athygli heldur en að hún bjóst við, en á einum mánuði hafa 22 milljónir horft á myndbandið.

Í myndbandinu telur hún upp allar þær afsakanir sem hún hefur fengið frá karlmönnum eftir að hún biður þá um að setja á sig smokk fyrir samfarir.

Ertu ekki á pillunni?

Hún sagði í viðtali við ástralska miðilinn news.com.au að hún hafi aldrei búist við þeim ofsafengnu viðbrögðum sem myndbandið fékk og segir hún ljóst að margar konur tengi við þessa reynslu.

Chloe er búin að vera einhleyp í tvö ár, en þar áður var hún í langtímasambandi. Hún segir að fyrst eftir sambandsslitin hafi hún tekið það sem sumir gætu kallað „druslu tímabil“ og furðar sig á því hversu margir eru tilbúnir að forgangsraða eigin unaði ofar heilsu annara.

Hún segir að svo virðist sem að karlmenn líti svo á að konur vilji aðeins nota verjur til að koma í veg fyrir að verða þungaðar og því væri það á ábyrgð kvenna að skaffa verjurnar.

„Eitt af svörunum sem ég fékk var: Ertu ekki á pillunni? Og ég sagði: Sko já, en jafnvel þó ég sé á pillunni þá er hún ekki 100% örugg. Hún stoppar ekki kynsjúkdóma,“ segir Chloe.

„Jafnvel ef ég spurði hvort þeir hefðu farið í kynsjúkdómatékk þá fékk ég þau svör að þeir hafi aldrei farið í slíkt próf og ég hugsaði bara – Þú ert 28 ára gamall og hefur aldrei látið skoða þetta? Mér finnst það galið. Því þú ert ekki bara að tala um manneskjuna sem þú ert að sofa hjá heldur líka þína eigin heilsu – og þeim er alveg sama um sína eigin heilsu.“

Þetta ætti ekki að vera svona

Chloe segir að hún haldi að karlmenn gangi almennt út frá því að konur séu á getnaðarvörn og jafnvel þegar konurnar eru vissulega að nota getnaðarvarnir þá hugsi þeir ekkert út í þau áhrif sem getnaðarvarnir geta haft á konur. „Hræðilegir, hæðilegir hlutir sem konur ganga í gegnum.“

„Ég er ekki á pillunni lengur – ég er nýhætt á henni út af áhrifunum sem hún hafði á líkamann minn – og ég held að þetta sé ástæðan fyrir því að ég vil mun frekar nota smokkinn. En margir hugsa líklega að það sé undir konunni komið því þær verði óléttar – en þetta ætti ekki að vera svona.“

Flestar athugasemdir sem hafa verið ritaðar við myndbandið koma frá konum sem hafa lent í sambærilegri reynslu og Chloe.

„Það var mikið af mönnum í athugasemdunum að saka mig um að vera að hjóla í karlmenn og segja mér að ég geti ekki fullyrt að bara karlmenn geri þetta. Þeir eru samt ekki að fatta hvað ég meina – ég er að tala um menn því ég er gagnkynhneigð kona svo allar mínar reynslur eru með karlmönnum.“

Chloe segir að mikið af fólki í heiminum skilji ekki að það geti verið afleiðingar af kynlífi og þetta sé eitthvað sem megi meðal annars kenna lélegri kynfræðslu um. Gott dæmi um það sé sú athöfn sem sumir karlmenn stundi sem er að setja á sig smokk en laumast svo til að taka hann af án þess að hafa samþykki fyrir því. En slíkt telst sem saknæm háttsemi í Ástralíu sem og víðar í heiminum.

Er þér alvara?

Hér eru afsakanirnar sem Chloe deildi í myndbandinu:

  • „Í alvörunni? Flestum stelpum er alveg sama“
  • „Okey þá finn ég mér bara aðra konu“
  • „Ég er með ofnæmi fyrir þeim“
  • „Gerum þetta bara aftanfrá þá“
  • „En ég fór í tékk fyrir þremur árum“
  • „Geturðu ekki bara tekið neyðarpilluna á morgun?
  • „Ertu ekki á pillunni?“
  • „Er þér alvara?“
  • „Vá þetta er ein leið til að drepa stemninguna“
  • „Ekki vera svona mikill bömmer“
  • „Þá verður þetta ekkert gaman fyrir mig“
  • „Nei“

Fleiri konur deildu svo afsökunum sem þær hafa fengið í athugasemdum, en hátt í milljón athugasemdir eru komnar við myndbandið. Benda þar margar á vinsæla afsökun sem er: „Ég kippi honum út áður en ég fæ það“, „Þetta verður þá óþægilegt fyrir mig“, „Hvað treystirðu mér ekki?“, „Ég er of stór fyrir smokk“, „Borðarðu banana með hýðið enn á?“, „Ekki hafa áhyggjur, ég mun sjá um þig ef þú verður ólétt“, „Það drepur alla tilfinningu fyrir mér“ og „Ég er ófrjór“.

Fjöldi kvenna bendir réttilega á að smokkurinn þjónar tilgangi umfram það að koma í veg fyrir þungun, hann verndar gegn kynsjúkdómum. Það sé rautt flagg ef karlmaður neiti að setja upp smokkinn án þess að geta framvísað nýlegu vottorði um að vera laus við kynsjúkdóma.

 

@burn4chlo More reasons why #mensuck 🤷🏼‍♀️👊🏻 #fyp #thingsmenhavesaidtome #sexualhealth #womensrights #abortionrights #mybody #awareness #boysvsmen #protection #std #dotherightthing #mybodymychoice ♬ original sound – KyleAndJackieo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“