fbpx
Sunnudagur 04.desember 2022
Fókus

Gummi Kíró með rúmlega 600 þúsund króna „úr sem stelur allri athyglinni“

Fókus
Föstudaginn 19. ágúst 2022 12:30

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Birkir Pálmason, kallaður Gummi Kíró, er ekki aðeins kírópraktor, athafnamaður og áhrifavaldur heldur er hann einnig mikið tískuséní.

Hann hefur mikinn áhuga á merkjavöru og sýnir iðulega stílinn sinn á Instagram, greinir frá því hvar hann verslar og hver uppáhalds tískumerki hans séu. Hann ræðir einnig reglulega um hvaða tískustraumar séu á leiðinni, hvað sé heitast í tískunni þessa stundina og hvað ætti að forðast.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by G U M M I – K Í R Ó (@gummikiro)


DV greindi frá því á dögunum að tekjur hans og kærustu hans og athafnakonunnar Línu Birgittu Sigurðardóttur drógust saman frá 2020 til 2021.

Gummi stofnaði merkið Moxen Eyewear ásamt Línu í sumar og eru þau einnig að vinna í því að opna rými fyrir atvinnurekendur.

Sjá einnig: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Gummi lætur lækkandi tekjur ekki hafa áhrif á stílinn og skartar glæsilegu úri á nýrri mynd á Instagram.

Á myndunum er úrið í aðalhlutverki og skrifar Gummi með: „Úrið sem stelur allri athyglinni.“

Um er að ræða Tudor Black Bay GMT S&G úr, en slíkur gripur kostar 630 þúsund krónur á vefsíðu Michelsen.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by G U M M I – K Í R Ó (@gummikiro)

Sjá einnig: Verðmæti merkjavörusafns áhrifavaldsins Línu Birgittu hleypur á milljónum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur áhyggjufullir – Simon Cowell nær óþekkjanlegur

Aðdáendur áhyggjufullir – Simon Cowell nær óþekkjanlegur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi klámstjarna sakar eiginmanninn um framhjáhald – Gerði það sama við Söndru Bullock

Fyrrverandi klámstjarna sakar eiginmanninn um framhjáhald – Gerði það sama við Söndru Bullock
Fókus
Fyrir 3 dögum

Peysa úr smiðju Prins Póló komin í verslanir

Peysa úr smiðju Prins Póló komin í verslanir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Umræða um þriðju vaktina mikið hitamál – „Fá konur frítíma sem nemur áhorfinu á HM í desember?“

Umræða um þriðju vaktina mikið hitamál – „Fá konur frítíma sem nemur áhorfinu á HM í desember?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem rannsóknarlögreglukona bannar börnunum sínum til að vernda þau

5 hlutir sem rannsóknarlögreglukona bannar börnunum sínum til að vernda þau
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Rock gerði upp skammarstrik úr æsku sem hafði nagað samvisku hans

The Rock gerði upp skammarstrik úr æsku sem hafði nagað samvisku hans