fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Manstu eftir áttburamömmunni? – Deilir sjaldséðri mynd af 13 ára unglingunum

Fókus
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þrettán árum síðan varð Nadya Suleman þekkt um heim allan sem „Octomom“ eða áttburamamman. Hún eignaðist áttbura eftir glasafrjóvgun, fyrir átti hún sex börn.

Mikið fjölmiðlafár var í kringum Nadyu og börnin hennar á sínum tíma. Hún kom fram í mörgum sjónvarpsviðtölum og lék einnig í klámmynd. En hún dró sig síðar úr sviðsljósinu til að einbeita sér að uppeldi barnanna sinna fjórtán.

Hún deildi sjaldséðri mynd af áttburunum – sex drengjum og tveimur stúlkum – sem eru orðin þrettán ára og á leið í áttunda bekk.

Nariyah, Isaiah, Maliyah, Jeremiah, Noah, Josiah, Jonah og Makai standa brosandi fyrir framan myndavélina og móðir þeirra skrifaði með: „Verið stolt af ykkur krakkar fyrir að vera góð, kurteis og hjálpsöm við jafningja ykkar, kennara og starfsfólk skólans. Þið eruð öll til fyrirmyndar […] Ég elska ykkur.“

Árið 2018 veitti Suleman, sem kallar sig Natalie í dag, New York Times viðtal og opnaði sig um tíma sinn í sviðsljósinu og áhrifin sem það hafði á hana.

„Ég var að þykjast vera einhver feik karakter, einhver sem ég er ekki, og ég var smeyk og örvæntingarfull að reyna að sjá fyrir fjölskyldu minni. Ég hef verið í felum frá raunveruleikanum allt mitt líf,“ sagði hún.

Suleman sagði að hún „vildi aldrei athyglina“ og að hún glímir við áfallastreituröskun vegna hennar.

„Ég tók öllum tilboðum sem ég fékk á þeim tíma. Ég var að sökkva í djúpa dimma holu. Það voru engin heilbrigð tækifæri fyrir Octomom. Ég gerði það sem mér var sagt að gera og sagði það sem mér var sagt að segja. Þegar þú ert að þykjast vera einhver sem þú ert ekki þá, allavega í mínu tilviki, bítur það þig í rassinn.“

Hún sagði að eftir að hún dró sig úr sviðsljósinu gat hún loksins verið hún sjálf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi