fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Kári Stefáns lét Guðna heyra það – ,,Það er ekki sjúkdómur, auminginn þinn”

Fókus
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 18:00

Kári Stefáns fór ekki mjúkum höndum um Guðna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og þingmaður er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar.  Guðni segir í þættinum frá því tímabili í lífi sínu þegar heilsunni var farið að hraka mikið og hann hlustaði ekki á síðustu skilaboð föður síns.

Faðir minn hafði varað mig við, eftir að hafa sjálfur farið inn á Alþingi árið 1956 um fimmtugt. Hann var þá tágrannur, en menn fitna gjarnan í þessu starfi, enda óreglulegt líf. Hann var þéttur á velli og þegar hann var búinn að fá hjartaáfall og ég nýbúinn að vinna prófkjör fór ég til hans og margir voru að kveðja pabba. Hann var þá spurður hvernig honum litist á að ég væri að fara á þing. Hann svaraði þá: ,,Hann klórar sig fram úr því drengurinn. Ég hef engar áhyggjur af því, en ég hef áhyggjur af því að hann verði of feitur…. Margrét mín (eiginkona Guðna), sjáðu nú um að halda í við hann í mat og drykk.

En ég hlýddi ekki þessu síðasta heilræði og var á endanum orðinn rúmlega 105 kíló. Þá fara meinin að koma og ég var við það að fá sykursýki. Þegar ég fékk þær fréttir fór ég til Kára Stefánssonar og sagði honum að ég væri líklega að fara að drepast og væri kominn með sykursýki. Kári svaraði strax: ,

Það er ekki sjúkdómur, auminginn þinn! Þú getur læknað þig sjálfur. Þú ferð að borða hollan mat, minnkar við þig og ferð að ganga og æfa.” Ég hlýddi þessum heilræðum Kára og fór undir 90 kíló og hef haldið mig þar. Ef ég hefði ekki gert þetta væru líklega hné og mjaðmir búin að gefa sig og mögulega fleira líka.

Ekki hrifinn af fórnarlambavæðingu samfélagsins

Guðni hefur síðan haldið sig við reglulega hreyfingu og hollara matarræði og er enn í kjörþyngd að eigin sögn. Hann er ekki hrifinn af fórnarlambavæðingu samfélagsins:

Við erum allt of gjörn á að kenna stjórnvöldum eða öðrum um það sem gengur illa hjá okkur. Við verðum að læra að taka ábyrgð á okkur sjálfum og hætta að kenna öðrum um í tíma og ótíma. Við þurfum að koma saman, vera dugleg að vera innan um fólk, hreyfa okkur og njóta lífsins. Hamingjan er undir okkur sjálfum komin. Auðvitað er fólk sem á mjög erfitt og þeim þarf að hjálpa, en það eiga ekki allir erfitt.

Guðni er á því að stjórnmálin hafi breyst í gegnum tíðina og að þó að fólk hafi oft verið ósátt við gjörðir þingmanna og haft ólíkar skoðanir hafi virðingin verið meiri áður en hún er nú:

 

Það að starfa á Alþingi var einn stærsti heiður sem hægt var að upplifa. Jómfrúarræðan er stund sem maður gleymir aldrei, en í dag finnst mér nánast að þetta sé orðið eins og hvert annað djobb. Auðvitað er mikill munur á milli þingmanna, en sumir nenna ekki að vera vel til hafðir og virðast ekki hafa áhuga á að viðhalda virðingu þingsins. Lítið dæmi er að þingmenn sitja núna í þingsal og eru oft bara í símanum. Það er leiðinlegt að sjá þingmennina og ráðherrana grúfa sig ofan í símann í sölum Alþingis. Gemsana á að banna í þingsal. Þetta er eitt af því sem dregur úr virðingu þingsins,segir Guðni sem er líka á því að þingmenn séu oft of uppteknir af almenningsáliti og í vinsældakeppni. Hann er ekki sáttur við þá þróun að krefjast afsagna þingmanna og ráðherra vegna allra mögulegra hluta:

 

Það er náttúrulega mjög algengt og orðin algjör della hér á Norðurlöndunum hvernig ráðherrar og þingmenn segja af sér. Það má ekkert koma upp og jafnvel 30-40 ára gömul mál valda því að þeir eru að segja af sér. Fólk er orðið hrætt við að segja satt af ótta við að þessi verði krafist að það segi af sér, þannig að það er orðið mjög erfitt að velja sér þetta starf.

 

Hægt er að nálgast þáttinn með Guðna og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar