fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
Fókus

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu

Fókus
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inn á síðunni Guide to Iceland má nú finna umfjöllun um rómantískustu staði landsins. Greinin sem er eftir höfundinn Nönnu Gunnarsdóttur, nefnir þrjá staði sem mælt er með fyrir þá sem eru í leit af rómantísku umhverfi hér á landi.

Þar er tekið fram að líklega sé erfitt að velja slíka staði á landi á borð við Ísland sem er auðugt af náttúrufegurð. Enda komi það líklega fáum á óvart að margir velji að koma til landsins til að ganga í hnapphelduna eða skella sér á skeljarnar.

Þórsmörk

Nanna skrifar að Þórsmörk sé að hennar mati rómantískasti staðurinn á landinu, þó að augljóslega skipti einnig máli að taka rétta fólkið með sér. En umhverfið í Þórsmörk sé dásamlegt og enginn geti gleymt því að upplifa að sjá sólina skína þar á miðnætti. Þarna sé mikið af fallegu bergi, fjöll, ár og góðar gönguleiðir þar sem flestir ættu að finna göngu við sitt hæfi. Þar sé hægt að fara í útilegu en einnig sé hægt að finna sér gistiaðstöðu og jafnvel leigja lítinn bústað.

Um fegurð Þórsmarkar sé jafnvel talað um í Brennu-Njáls sögu. Þá hafi Gunnar í Hlíðarenda verið kominn í útlegð. Þegar hann hafi riðið út úr Þórsmörk hafi hann litið til baka og ekki afborið að yfirgefa hlíðarnar. En í Njálu segir:

„Fögur er hlíðin svo að mér hefur hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi.“

Nanna tekur undir með Gunnari og segir að Þórsmörk sé svo fögur að manni langar ekki að yfirgefa hana.

Snæfellsnes 

Á Snæfellsnesi sé að finan Snæfellsjökul og umhverfis sé þjóðgarður þar sem mikið er um fuglalíf, góðar gönguleiðir og lítil sjávarþorp. Þar séu líka fallegir staðir eins og Lóndrangar, Djúpalónssandur, fjallið Kirkjufell.

Nanna segir að það sé þó í uppáhaldi hjá henni að ganga upp á Snæfellsjökul um mitt sumar og horfa þaðan til Reykjavíkur annars vegar og svo yfir Breiðafjörð.

„Fullkomið fyrir elskendur. Jafnvel betra ef þið munið eftir könnu af heitu súkkulaði og teppi og setjast svo niður á jöklinum í miðnætur sólinni.“

Reykjadalur

Um Reykjadal fljóti heit á sem er heit árið um kring svo á öllum tímum sé hægt að smeygja sér í heitt vatnið og horfa á norðurljósin. „En í grófum dráttum er hvaða heiti pottur, á eða lón rómantískasti staður í heimi ef þú ert með norðurljósin að dansa einkadans yfir þér.“

Þetta sé vinsæll staður og best að fara þangað á sumrin. Best sé að fara um miðja vikuna og jafnvel miðja nóttina til að fá staðinn út af fyrir sig.

Íshellirinn í Vatnajökli 

Nanna segir að um veturinn sé mjög rómantískt að skella sér í íshellanna í Vatnajökli. Þó þurfi að taka með sér leiðsögumann. Þetta sé vinsæll staður fyrir bónorð þar sem hellarnir minni helst á kristalhallir úr ævintýrum. „Það væri erfitt að finna meira töfrandi náttúrulega fegurð“

Síðan sé auðvitað gullfallegt að fara og skoða Jökulsárlón og demantaströndina. Sérstaklega á veturna þar sem möguleiki er á að sjá norðurljósin dansa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ólafur var fenginn til að húðflúra Valla á óvenjulegan stað – „Með því steiktasta sem ég hef gert“

Ólafur var fenginn til að húðflúra Valla á óvenjulegan stað – „Með því steiktasta sem ég hef gert“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi ritstjóri Húsa og Híbýla selur í Garðabæ á 153,9 milljónir

Fyrrverandi ritstjóri Húsa og Híbýla selur í Garðabæ á 153,9 milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systurnar lýsa yfir áhyggjum af Khloé Kardashian

Systurnar lýsa yfir áhyggjum af Khloé Kardashian
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta kveikir og slekkur á kynlöngun Íslendinga – Pabbakroppar, vera kölluð mamma og sviti

Þetta kveikir og slekkur á kynlöngun Íslendinga – Pabbakroppar, vera kölluð mamma og sviti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rapparinn Coolio er látinn

Rapparinn Coolio er látinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Náðist á ljósmynd sekúndubroti fyrir andlátið – Forvitnin kostaði ferðaglaða ungmennið lífið

Náðist á ljósmynd sekúndubroti fyrir andlátið – Forvitnin kostaði ferðaglaða ungmennið lífið