fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fókus

Julia Fox spókaði sig í borg englanna í íslenskri hönnun

Fókus
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 16:30

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Julia Fox er vön að vekja athygli með fatavali sínu, þá helst fyrir að velja djarfan klæðnað sem gjarnan er pönkaður og efnislítill.

Julia er hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Uncut Gems og fyrir að eiga í stuttu en mjög áberandi ástarsambandi við tónlistarmanninn Kanye West.

Sjá einnigJulia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Nýlega sást til leikkonunnar að spóka sig í Los Angeles þar sem hún vakti athygli fyrir þokkafullan og glæsilegan leðurfatnað og óhefðbundna húfu sem fjölmiðlar hið ytra hafa kallað sundhettu.

Kjóllinn var frá enska merkinu Miscreants og við kjólinn klæddist hún dramatískum hælastígvélum sem náðu upp á læri hennar. Stígvélin eru úr smiðju íslenska merkisins KALDA, sem er merki hönnuðarins Katrínar Öldu Rafnsdóttur, en hönnun hennar hefur vakið athygli út um allan heim.

Miðillinn Aol segir að þó hafi það verið sundhettan sem vakti mesta athygli, enda alls ekki hefðbundinn aukahlutur utan sundlauga.

Julia sagði í samtali við People fyrir nokkru að eftir að hún fór að verða fyrir ágangi paparazzi ljósmyndara hafi hún ákveðið að reyna að klæðast fatnaði sem væri þess virði að mynda.

„Ég meina maður velur og hafnar. Stundum ná paparazzarnir mér og ég lít hræðilega út, skilurðu? Svo ef þeir eru að fara að ná mér, þá gæti ég allt eins gert það besta úr því. Mér finnst eins og ég sé að veita þjónustu, ég er að veita þjónustu, sjónræna þjónustu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020
Fókus
Í gær

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu