fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fókus

Íslenska OnlyFans-samfélagið nötrar – Gagnrýnir aðila sem er sakaður um „melludólgshátt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 10:07

Ingólfur Valur Þrastarsson. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OnlyFans-stjarnan Ingólfur Valur Þrastarsson lét hátt í sér heyra þegar hann fékk fregnir af því að aðili í bransanum væri að bjóðast til að auglýsa aðrar klámstjörnur gegn greiðslu. Í kjölfarið gagnrýndu fleiri íslenskar OnlyFans-stjörnur aðilann, sem endaði með að leggja niður fyrirtækið og sendi DV stutta yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar.

Ingólfur steig fyrst fram á sjónarsviðið í viðtali hjá Eigin Konum í apríl 2021 ásamt kærustu sinni Ósk Tryggvadóttur. Parið starfrækir sitthvora OnlyFans-síðuna og hafa síðan þá verið ötulir talsmenn fyrir kynlífsverkafólk hér á landi. Ingólfur brennur fyrir réttindum þeirra og stendur vörð um kollega sína í íslenska klámstjörnuheiminum. Þetta er viðkvæmur hópur innan samfélagsins, sem sumir reyna að nýta sér, og hefur hann áður vakið athygli á pari sem hann sakaði um að fara yfir mörk annarra OnlyFans-stjarna.

Sjá einnig: Ósk og Ingólfur saka annað par í íslenska OnlyFans-bransanum um að fara yfir mörk annarra – „Valdabrjálæði“

30 prósent „fáránlegt“

Í samtali við DV segir Ingólfur að aðilinn sem um ræðir byrjaði að senda skilaboð á stelpur sem búa til efni fyrir OnlyFans og bjóða þeim þjónustu sína.

„Hann byrjaði allt í einu að senda á stelpur: „Hey ég er að reyna að byggja upp eitthvað teymi, vantar þig umboðsmann (e. manager), ég get gert það og get lofað árangri.“ Bara eins og þegar þú sérð vírusa á netinu sem eru með „get rich quick“ svindli,“ segir Ingólfur.

„Hann var að reyna að selja fólki hugmyndina að hann veit hvað hann er að gera og allt sem hann gerir virkar.“

Stelpurnar sem fengu þessi skilaboð höfðu samband við Ingólf og hann fór að skoða málið. „Ég bað þær um að spyrja hann fleiri spurninga og senda mér skjáskot af svörunum. Hann var að biðja þær um 30 prósent af tekjunum þeirra sem dæmi, sem er fáránlegt.“

Sjá einnig: OnlyFans skandallinn sem setti allt í háaloft – „Við settumst bara niður, skjálfandi, svitnandi og grátandi“

OnlyFans-stjörnur auglýsa frítt

Ingólfur segir að aðilinn hafi verið að „reyna að selja fólki hugmyndina að hann væri geggjaður í markaðssetningu, en í raun var bara hann að senda á fólk – sem ég þekki – hvort það gæti „shoutoutað“ einhverja stelpu. Hann var bara að reyna að gera það sem hefur alltaf verið gert, að fólk á OnlyFans er alltaf tilbúið að auglýsa hvert annað frítt. Það hefur aldrei verið neinn sem rukkar fyrir það og ef einhver hefur reynt það þá hefur verið rifið kjaft yfir því. Við erum ekki að rukka fyrir að hjálpa hvert öðru.“

Það er kallað „shoutout“ þegar einstaklingur auglýsir annan einstakling á samfélagsmiðlum, birtir til dæmis mynd af manneskjunni og hlekk á síðuna hennar.

„Hann endaði á því að eyða síðunni því það var enginn sáttur með þetta,“ segir Ingólfur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by @ingolfurvalur

Svipað og klámstjörnur borga í skatt

„Mér finnst mjög mikilvægt að fólk viti að ef þú ert að byggja upp einhvern prófíl þá áttu aldrei að þurfa að borga einhverjum að gera hluti fyrir þig. Þá ertu svolítið að taka það í burtu að vinna sjálfstætt.“

Ingólfur segir að hann hafi rætt við fólk innan bransans og öll hefðu verið að velta því fyrir sér hvað aðilinn ætlaði að sjá um sem „umboðsmaður“ og rukka svo háa hlutdeild, 30 prósent, fyrir.

„Fyrir hvað ertu að rukka? Þú getur ekki boðið upp á stúdíó tíma, þú getur ekki boðið upp á myndatöku, myndbönd og alls konar sem tengist þessum bransa. Heldur ertu bara að þykjast geta stækkað einhvern prófíl á samfélagsmiðlum, það er ekki sama dæmið. Mig langar að leggja mjög mikla áherslu á að þessi 30 prósent tala sé fáránleg. Það er svipað og það sem þú ert að borga í skatt á mánuði,“ segir hann.

Hörð gagnrýni

Færslur Ingólfs á Instagram vöktu hörð viðbrögð innan íslenska OnlyFans-samfélagsins og gagnrýndu fleiri aðilann, meðal annars sögðu nokkrir að það væri ekki þörf fyrir „melludólg“ (e. pimp), enda væri fólk á OnlyFans til að vera laust við svoleiðis viðskiptahætti.

„OnlyFans tekur nú þegar 20 prósent, ef hann tekur 30 prósent og skatturinn á Íslandi 35 prósent, þá fær kynlífsverkafólk 15 prósent í tekjur,“ sagði ein íslensk OnlyFans-stjarna um málið á Instagram og tók undir sama streng og Ingólfur; að kynlífsverkafólk sé ávallt reiðubúið að auglýsa annað kynlífsverkafólk frítt.

„Mér þykir sjúklega vænt um íslenska OnlyFans-samfélagið og er mjög ánægður með hvað allir standa saman. Það er enginn sem lætur neitt „bullshit slæda.“ Við erum með stóran hóp af fólki sem stendur þétt saman og við erum öll að vinna að sama markmiðinu. Og ef það kemur eitthvað svona kjaftæði í millitíðinni þá bendum við á það,“ segir Ingólfur.

Biðst afsökunar

DV ræddi við aðilann sem vildi ekki tjá sig nánar um málið en sendi frá sér afsökunarbeiðni sem hann sendi einnig á hluteigendur.

„Mér líður ömurlega að ég hafi komið mínu verkefni frá mér á þennan hátt. Ég á oft erfitt með samskipti og sérstaklega þegar ég er kvíðinn og kem þá hlutum frá mér á asnalegan hátt. Ég hafði ekki komið þessu af stað á annan hátt en að hjálpa vinkonum og vinum með þetta og þessi 30% áttu alltaf að fara í markaðssetningu til að byrja með en ekki til mín svo ég gæti raunverulega gefið eitthvað af mér. Mér líður illa að hafa komið þessu svona rangt frá mér því ég vildi raunverulega hjálpa öðrum en ég klúðraði því. Takk fyrir að benda mér á þetta svo ég geti lært af þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?
Fókus
Í gær

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði
Fókus
Í gær

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“
Fókus
Í gær

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum