fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fókus

Er í lagi með typpið þitt? – Þetta áttu ekki að hunsa

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 20:30

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf mikilvægt að fylgjast vel með heilsunni. Til þess að gera það þarf fólk að vera vakandi fyrir ýmsum óvenjulegum breytingum í eða á líkamanum, typpið er þar enginn undantekning fyrir þau sem eru með slíkt hangandi framan á sér.

Í umfjöllun Daily Star er farið yfir þær óvenjulegu breytingar á typpum sem fólk þarf að fylgjast vel með. Það getur nefnilega verið að breytingar sem virðast kannski vera eðlilegar í fyrstu sýn séu það alls ekki. Sumar þeirra eiga sér stað vegna þess að það er eitthvað óvenjulegt og jafnvel hættulegt í gangi annars staðar í líkamanum.

Bogið typpi

Það er ekkert óvenjulegt við það að vera með bogið typpi og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Hins vegar ættirðu að hafa áhyggjur ef typpið verður skyndilega meira bogið en það var áður.

Peyronies sjúkdómurinn getur nefnilega gert það að verkum að typpi beygjast. Ástæðan fyrir því er sú að örvefsskellur myndast í bandvefsslíðrinu sem umlykur stinningarhólf limsins en það getur valdið staðbundnum samdrætti og þar af leiðandi bognun.

Samkvæmt vefsíðu þvagfæraskurðlækna hjá Læknastöðinni er ekki alltaf þörf á að grípa til meðverðar vegna sjúkdómsins. „Stundum lagast ástandið af sjálfu sér og trufli sjúkdómurinn ekki kynlíf er meðferð ekki nauðsynleg. Í vissum tilvikum er bognunin þó það mikil að hún truflar samlíf og þarf þá að grípa til meðhöndlunar,“ segir á vegsíðunni.

„Í dag er einkum tvenns konar meðferð í boði. Annars vegar sprautumeðferð þar sem svokölluðum kollagenasa (Xiapex) er sprautað í örvefsskellurnar. Kollagenasinn brýtur þær niður og mýkir og við það getur bognunin minnkað. Hins vegar er um að ræða skurðaðgerð þar sem bognunin er leiðrétt með því að setja sauma í skaft limsins á mótstæðu hliðinni. Við þetta réttist limurinn en styttist þó einnig yfirleitt líka. Aðgerðin er alla jafna framkvæmd á læknastofum, oftast í staðdeyfingu eða stuttri svæfingu.“

Þröng forhúð

Ef forhúðin á kóngi limsins er aðeins þrengri en venjulega þá gæti það þýtt að þú sért með húðsjúkdóminn lichen sclerosus. Sjúkdómurinn veldur hvítum blettum á kynfærunum og/eða annars staðar á líkamanum sem klæja. Þá veldur sjúkdómurinn einnig því að húðin verður sums staðar þynnri, hvít og hrukkót.

Það getur einnig verið einkenni sjúkdómsins að meiða sig á meðan stundað er kynlíf.

Flekkótt typpi

Húðin sem er í kringum typpið getur tekið einhverjum breytingum yfir tíma og ástæðurnar fyrir því eru oftar en ekki meinlausar. Ef þú tekur þó eftir rauðleitum og mjúkum bletti á typpinu sjálfu þá gæti það verið alvarlegt. Doktor Ryan Terlecki segir að ef bletturinn sem um ræðir er ekki viðkvæmur, þú meiðir þig ekki í honum og þú hefur ekki stundað kynlíf nýlega þá gæti hann verið merki um að það sé krabbamein í typpinu.

Það getur einnig verið merki um krabbamein í typpinu ef einhver hluti af húðinni á svæðinu sé þykkri en venjulega og ef liturinn á húðinni breytist. Hnúður í typpinu, illa lyktandi útferð og blóð undir forhúðinni geta líka verið merki um krabbamein.

Blóð í þvagi

Talandi um blóð, ef þú sérð blóð í pissinu þínu þá gæti það verið merki um eitthvað alvarlegt. Blóð í þvagi getur þýtt að þú sért með nýrnasteina, krabbamein í þvagblöðru eða krabbamein í blöðruhálskirtli.

Ef þú sérð blóð í þvaginu þínu þá áttu í rauninni að heyra umsvifalaust í lækni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?
Fókus
Í gær

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði
Fókus
Í gær

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“
Fókus
Í gær

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum