fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Frosti kominn í land og ætlar að grípa í sjómennskuna í afleysingum – Góð tilfinning að búa til áþreifanleg verðmæti

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er kominn í land eftir tveggja vikna túr með línubátnum Vésteini GK sem gerður er út af Einahamar Seafood í Grindavík. Hann segir að um sannkallaða eldskírn hafi verið að ræða enda hafi hann, algjörlega óvanur landkrabbinn, unnið stærstan hluta ævi sinnar á nokkurs konar vernduðum vinnustöðum í Reykjavík. Báturinn lagðist að bryggju í Nesskaupstað og í samtali við DV segir Frosti að það sé ekki laust við að hann finni fyrir sjóriðu eftir túrinn.

„Ég ætla ekki að ljúga því að þessi tími hefur reynt á en að sama skapi er þetta eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og ég er afar þakklátur fyrir þetta tækifæri. Ég var svo heppinn að vera tekinn undir verndarvæng algjörra snillinga sem að pössuðu upp á mig og kenndu mér allt sem ég þurfti að kunna með endlausri þolinmæði og velvild,“ segir Frosti.

Hann segist hafa haft afar gott af þessari reynslu og muni búa að henni um ókomna tið. „Ég er búinn að vinna við það að bulla í fjölmiðlum í um tvo áratugi og búinn að vera í eyrununum á sjómönnum og starfsmönnum annarra stétta á meðan vinnu þeirra stendur. Það var mjög góð tilfinning og í raun einskonar nauðsynleg endurmenntun að fara sjálfur í þetta hlutverk og búa til áþreifanleg verðmæti. Ég upplifði ákveðna jarðtengingu og held að það sé öllu fjölmiðlafólki hollt að upplifa slíkt og víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Frosti.

Þó að reynslan hafi verið jákvæð og góð segir hann að ekki standi að leggja sjómennskuna alfarið fyrir sig, að minnsta kosti ekki að óbreyttu. „Ég vil gjarnan geta farið af og til á sjóinn í framtíðinni og því vonast ég til þess að geta verið til taks á hliðarlínunni og grípa túra sem bjóðast í afleysingum. En það á allt eftir að koma í ljós og óvíst hvað verður,“ segir Frosti.

Hann segist ætla að nota næstu daga í að melta þessa áhrifaríku reynslu sem og að njóta þess að komast aftur í hlýjan faðm eiginkonu sinnar og strákanna þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“