fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fókus

gímaldin og Loftur með tónleika á Kex Hostel

Fókus
Laugardaginn 13. ágúst 2022 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunnudagskvöldið 14. ágúst klukkan 20 munu gímaldin og Loftur S. Loftsson leika úrval af progg metal og píanómússikk eftir þann fyrrnefnda. Tónleikar fara fram í Gin og tónik salnum á Kex Hostel.

gímaldin og Loftur eru stofnfélagar í folk-pönk bandinu 5ta herdeildin sem var starfandi á árunum 2000 til 2005 og gaf út 2 til 5 plötur auk þess fara fljótaleiðina inn í Garðaríki og troða þar upp á ýmsum bökkum, meðal annars í Kínahverfinu í Moskvu og í almenna bæjarhlutanum í St. Pétursborg.

Í dag hafa þeir ekki leikið saman í hartnær 20 ár, ef utan eru taldar tiltölulega óskipulagðar upptroðslur í afmælum og einkasamkvæmum.

Síðan hefur gímaldin að mestu unnið í sólóverkefnum og barnatónlist, en Loftur leikið með Dys, Glerakri, Hrauni og mörgum fleirum.

Það sem samsvarar ástæðu fyrir því að útfæra slíka endurkomu eftir allan þennan tíma, var sameiginlegur áhugi á því að bæta octaver-pedulum ofan á sérstaklega „low range“ hljóðfæri. Stór hluti laganna sem á dagskrá verða eru samin á „há-tíma“, eða, öll í h og nærliggjandi lyklum, og þarf því að leika á 5 strengja bassa og 7 strengja gítar.

Hugmyndin um að vera með sérstaklega búið „low range“ hljóðfæri og gera það síðan enn dýpra með fetilækni, og tvöfalda það líka með tveimur hljóðfæraleikurum, ber mögulega vitni um ákveðnar öfgar, jafnvel ónægjusemi – sem síðan kallast á við nútímann og jafnvel í þörfu samtali. Jafnvel er spurning hvort það sé helber tilviljun að þessi hluti hljóðsviðsins sé kenndur við botn, og hvort nútíminn sé óþarflega upptekinn af þeirri staðsetningu.?

Þess vegna, ef þeirri lógikk er fylgt eftir, er ástæða til að bjóða áhorfandanum að heyra og upplifa slíkt.

Lög frá 5tu herdeildinni gætu hljómað með. En Hafþór Ólafsson kemur við sem sérstakur gestur og syngur verk af plötunni „gímaldin og Haffi syngja rímur“

Ókeypis er inn í boði Kex og diska og kassettu övarningur verður á borðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020
Fókus
Í gær

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu