fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fókus

Þetta er sagan á bak við hinn meinta vælubíl

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er fundinn!“ skrifaði Felix Bergsson á Twitter-síðu sína í morgun og birti með mynd af Renault-bifreið á ferð um Vesturbæ Reykjavíkur. Það var númeraplata bílsins – 113 – sem vakti athygli fjöllistamannsins og er augljóst í samhengingu að hann taldi sig hafa fundið sjálfan vælubílinn.

Um er að ræða tilvísun í lagið 113 vælubíllinn eftir Harald Frey Gíslason, sem hann og félagar hans í Pollapönk gerðu geysivinsælt árið 2010 og var tilefni í fjölmarga frasa sem enn lifa góðu lífi.

Hlutverk fjölmiðla er að freista þess að svara hinum stóru og ágengu spurningum samfélagsins og því var það blaðamanni bæði ljúft og skylt að komast að því hvort eigandi Vælubílsins væri fundinn eða jafnvel dáðasti íbúi Grafarholts.

Eigandi bílsins reyndist þó vera Gretar Franklínsson, sem er 78 ára gamall og búsettur í Kópavogi, og hann hló aðspurður hvort að hann væri helsti aðdáandi Pollapönks á landinu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem númerið vekur athygli. Mig minnir að tónlistarmaðurinn Jón Jónsson hafi líka talið sig hafa fundið Vælubílinn fyrir nokkrum árum og birt svipaða mynd,“ segir Gretar.

Númerið sé þó ekki tilvísun í Eurovision-faranna heldur sé um að ræða meira en 100 ára fjölskyldusögu. „Afi konunnar minnar var með bílnúmerið RE-113 á sínum bíl sem síðan breyttist í R-113. Þegar hann féll frá fékk tengdafaðir minn númerið á sinn bíl og notaði það alla tíð,“ segir Gretar. Þegar tengdafaðirinn lést, fyrir rúmum 30 árum, var bíllinn hans í geymslu um skeið þar til að sonur Gretars keypti bílinn af eftirlifandi ömmu sinni. Númerið er fjölskyldunni kært og það er nú á fornbíl sem er í eigu sonar Gretars. „Ég bað hann meira að segja um að fá númerið en hann vildi það ekki,“ segir Gretar kíminn. Niðurstaðan hafi því verið sú að hann fékk sér sérstakt einkanúmer og þannig mun númerið sem fjölskyldunni þykir svo vænt um fylgja þeim áfram um ókomna tíð.

 

Lagið vinsæla í flutningi Pollapönks

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020
Fókus
Í gær

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu