fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fókus

Spurningin sem varð til þess að Denise Richards ákvað að skilja við Charlie Sheen

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 12. ágúst 2022 12:00

Charlie Sheen og Denise Richards.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Denise Richards opnar sig um skilnað hennar og leikarans Charlie Sheen.

Denise, sem hefur einnig gert garðinn frægan sem raunveruleikastjarna í The Real Housewives of Beverly Hills, og Charlie voru gift á árunum 2002 til 2006. Þau eiga saman dæturnar Sami, 18 ára, og Lolu, 17 ára.

Leikkonan var langt gengin með annað barn þeirra þegar þau hættu saman og höfðu fjölmiðlar mikinn áhuga á skilnaði þeirra á sínum tíma. Denise ræðir um hjónabandið, skilnaðinn og fjölmiðlaathyglina í hlaðvarpsþættinum Divorced Not Dead sem kom út í vikunni.

Denise Richards og Charlie Sheen.

Að sögn Denise var „margt“ sem leiddi til skilnaðar þeirra, sem hún lýsir sem „erfiðum.“

„Það sem gerðist á bak við tjöldin var miklu verra en það sem fólk hélt,“ segir hún og bætir við að þó svo að þau hefðu látið eins og þau væru ein heild á meðal almennings þá var það fjarri sannleikanum þegar þau voru heima við. „Þetta var virkilega slæmt,“ segir hún.

Denise endaði með að taka ákvörðun um að skilja við Sheen þegar hún spurði sig sjálfa: „Myndi ég vilja að dætur mínar væru giftar þessum karlmanni?“

„Ekki illa meint, en ég held að hann viti alveg hvað ég á við með þessu. Þetta var mjög eitrað,“ segir hún.

Fjölskyldan.

Var með gríðarlegt samviskubit

Þrátt fyrir stormasamt samband segist Denise ekki sjá eftir því að hafa gifst Sheen „því ég tel okkur hafa verið ætlað að koma saman og eignast dætur okkar.“

Denise og Charlie tóku saman aftur „yfir mjög stutt tímabil“ eftir að Lola dóttir þeirra fæddist, en hún segir að það hefði aðeins gert henni enn ljósara að hjónabandi þeirra væri lokið.

„Þá fannst mér ég einnig geta sagt við dætur mínar að ég reyndi allt sem ég gat til að bjarga fjölskyldunni. En ég var með mikið samviskubit að hafa splundrað fjölskyldunni, ég átti erfitt með það í mörg ár,“ segir hún.

„Það er margt sem fólk veit ekki, þú veist aldrei hvað er í gangi á bak við luktar dyr. Þetta voru slæmar aðstæður.“

Mæðgur á OnlyFans

Fjölskyldan hefur verið talsvert í fréttum upp á síðkastið. Dóttir þeirra, Sami, vakti athygli fjölmiðla í júní þegar hún stofnaði OnlyFans- síðu. Charlie steig fram í viðtali og lýsti óánægju sinni með ákvörðun dóttur sinnar og sagðist kenna fyrrverandi eiginkonu sinni um málið. Denise svaraði fyrir sig og endaði með að stofna eigin OnlyFans-síðu viku á eftir dóttur sinni.

Fjölmiðlafárið náði nýjum hæðum þegar mæðgurnar tilkynntu að þær ætluðu í samstarf á OnlyFans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020
Fókus
Í gær

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu