fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fókus

Anne Heche sögð heiladauð eftir slysið og ekki hugað líf

Fókus
Föstudaginn 12. ágúst 2022 11:10

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonunni Anne Heche er nú haldið á lífið með aðstoð tækninnar, en ekki er gert ráð fyrir að hún muni ná meðvitund á nú eftir að hún klessti bíl sínum á tvö heimili fyrir viku síðan.

Fjölskylda hennar hefur greint frá því að hún sé með umfangsmikinn heilaskaða í kjölfar súrefnisskorts og ekki er búist við því að hún muni hafa þetta af. Anne sé skráður líffæragjafi og verði henni því haldið í öndunarvél á meðan læknar kanna hvort eitthvað af líffærum hennar henti til líffæragjafar.

Slysið var gífurlega alvarlegt og tók það 60 slökkviliðsmenn til að slökkva bálið sem af slysinu varð, en bifreið Anne hafnaði á tveimur heimilum og er annað þeirra óíbúðarhæft í dag.

Lögreglan hefur greint frá því að yfirvöld séu nú að rannsaka atvikið sem sakamál þar sem fíkniefni hafi fundist í blóði leikkonunnar, kókaín og mögulega verkjalyfið fentanyl.

Vitni að slysinu og þeir sem komu á vettvang á undan viðbragðsaðilum hafa lýst aðstæðum sem skuggalegum.

„Við horfðum inn og hugsuðum hvernig er hægt að lifa þetta af? Því við áttum erfitt með að anda jafnvel þó við værum fyrir utan húsið. Svo einhver var að vaka yfir henni býst ég við.“

Anne Heche er sögð hafa verið að aka bifreið sinni, Mini Cooper, á fleygiferð framhjá stöðvunarskyldu, þaðan hafi hún rekist utan í bifreið, næst utan í bílskúr og svo inn í íbúðarhúsnæði þar sem bifreiðin loks stoppaði. Við þetta hafi kviknað í húsnæðinu og bílnum.

Vitnið Lynne Bernstein sem býr nálægt húsnæðinu sem Anne hafnaði inni í segir að slysið hafi verið hryllilegt og hún hafi átt erfitt með að anda er hún reyndi að losa Anne út úr bifreiðinni.

„Reykurinn var bara orðinn svo mikill, við gátum varla andað. Reykurinn olli því að við gátum varla séð.“

Annar nágranni, Dave Manpearl, spurði Anne hvort það væri í lagi með hana. Hún var þá með meðvitund og gat sagt sem var, að það væri ekki allt í lagi.  Hann sagðist þó ekki viss um að hún hafi verið með fullri rænu. „Ég var viss um að ökumaðurinn væri látinn. Að hún hefði brunnið upp. Það tók hálftíma fyrir slökkviliðið að ráða niðurlögum eldsins, sækja bifreiðina og koma henni út.“

Leigjandinn að húsnæðinu hafi komið út úr húsinu og ekki vitað hvað hafi átt sér stað. „Farið út úr húsinu mínu“ hafi hún sagt við fólkið sem var þar saman komið áður en hún áttaði sig á því að það var bifreið þar inni.

Anne gerði garðinn fyrst frægann í sápuóperunni Another World þar sem hún lék tvíburana Vicky Hudson go Marley Love í fjögur ár. Hún fylgdi þessu eftir með fjölda kvikmynda, meðal annars Donnie BrascoWag the Dog og Six Days Seven Nights – þar sem hún lék á móti Harrison Ford.

Nýlega hefur henni brugðið fyrir í sjónvarpsþáttum á borð við The BraveQuantico og Chicago P.D.

Anne Heche á tvö uppákomin börn og hún fagnaði 53 ára afmæli sínu í maí.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020
Fókus
Í gær

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“

Sigurður Ingólfsson skáld drakk af metnaði, dó tvisvar og tekst á við geðhvarfasýki – ,,Ég áttaði mig á að ég var orðinn klisja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“

Steingerður kveðjur Vikuna – „Nú tekur við nýtt starf hjá einstökum samtökum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu