fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fókus

Sonur Ellýjar hefur ekki talað við hana í fjögur ár

Fókus
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 15:30

Ellý Ármanns. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn Ellý Ármanns er gestur í endurreistu hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að Ellý og sonur hennar hafa ekki talast við í fjögur ár eftir að Ellý rak hann að heiman.

Mbl.is rekur efni viðtalsins. Þar er haft eftir Ellý:

„Nú fer ég að hugsa um hin son minn sem tal­ar ekki við mig. Hann lokaði á mig og ég er ekki búin að heyra í hon­um í fjög­ur ár. Ég rak hann að heim­an. Ég var ekki góðu jafn­vægi sjálf á þess­um tíma og hann fór út af réttri braut og ég rak barnið mitt í burtu að heim­an af því að hann var að gera hluti sem hann átti ekki að gera. Mig lang­ar mjög mikið að heyra í hon­um og ég reyni reglu­lega að senda hon­um skila­boð eða ná til hans, en hann vill ekki tala við mig. En þarna verð ég að vera í trausti. Ég get farið und­ir sæng og grátið, en hann býr hjá pabba sín­um og ég verð bara að treysta því að allt sé eins og það á að vera. Ég sé auðvitað eft­ir þessu og ég elska barnið mitt af öllu hjarta. Ég veit að hann er að læra, en hann er reiður. Ég verð að líta á þetta sem lær­dóm og treysti því að við mun­um ná sam­an. En ég stýri því ekki hvort það ger­ist eft­ir viku eða 10 ár. En ég vona að hann viti af mér og að ég vilji ekk­ert meira en að við mun­um aft­ur eiga heil­brigð og góð sam­skipti.”

Ellý rekur ýmsa aðra erfiðleika í viðtalinu, meðal annars gjaldþrot hennar og stormasamt starfstímabil á Vísir.is, en þá var stofnuð Facebook-síða til höfuðs henni þar sem skorað var á Vísi að reka hana.

Ellý segist þakka fyrir þá erfiðleika sem hún hefur gengið í gegnum því þeir hafa fært hana á þann stað sem hún er í dag. „Ef þess­ir hlut­ir hefðu ekki gerst, væri ég ekki að mála, spá fyr­ir fólki og gera það sem ég elska. Mér finnst eins og ég sé 10 ára alla daga og ég er með manni sem elsk­ar að ég sé öðru­vísi en aðrir og allt þetta glataða var í raun dúl­bú­in bless­un, sem ég er svo þakk­lát fyr­ir. Þetta er allt sam­an frá­bært, þó að ég óski eng­um þess að fara í gegn­um svona erfiða hluti. En það er í raun ekk­ert á milli þess að vera fórn­ar­lamb eða sterk­ur. Maður verður að velja. Ég vel að vera ljón og vera sterk. Alla daga. Stund­um er ég al­veg að byrja að detta í fórn­ar­lambið, en sem bet­ur fer er ég fljót að stoppa mig af og halda alltaf áfram,” segir Ellý.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?
Fókus
Í gær

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði
Fókus
Í gær

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“
Fókus
Í gær

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum