fbpx
Sunnudagur 07.ágúst 2022
Fókus

Segja Elon Musk hafa eignast tvíbura á síðasta ári með náinni samstarfskonu

Fókus
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 07:49

Elon Musk á góðri stund Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, ríkasta maður heims, er sagður hafa eignast tvíbura á síðasta ári með háttsettri samstarfskonu í einu af fyrirtækjum auðkýfingsins. Þetta kemur fram í umfjöllun Business Insider.

Í umfjöllun miðilsins kemur fram að barnsmóðir Musk heiti  Shivon Zilis og er háttsettur stjórnandi í fyrirtækinu Neurolink en markmið þess er að koma fyrir tölvuflögu í heila mannfólks og tengja einstaklinga þannig við internetið. Starfsemin er umdeild í ljósi þess að tæknin hefur verið prófuð á dýrum með miður góðum árangri á köflum.

Umfjöllun Business Insider byggist á gögnum þar sem fram kemur að sótt hafi verið um í apríl á þessu ári að tvíburarnir litlu beri eftirnafn Musk, og hann þar með faðir þeirra, og fjölskyldunafn Zilis sem millinafn. Beiðnin var síðan samþykkt í maí.

Zilis, sem er 36 ára og frá Kanada, hóf að starfa fyrir fyrirtæki Musk, OpenAI, árið 2016. Áður hafði hún starfað fyrir fjárfestingasjóð sem kom henni á lista Forbes yfir eftirtektarvert fólk undir þrítugu.

Shivon Zilis

Fyrir þessi tíðindi hafði Musk feðrað átta börn. Sex þeirra með fyrrum eiginkonu sinni, Justine Wilson. Fyrst eignaðist parið barn árið 2002 sem dó vöggudauða aðeins 10 vikna. Tveimur árum síðar  eignuðust hjónin tvíbura og árið 2006 eignuðust þau þríbura með hjálp tæknifrjóvgana.

Þá eignaðist Musk tvö börn með tónlistarkonunni Claire Boucher, betur þekkt sem Grimes. Seinna barn þeirra kom í heiminn árið 2021 með hjálp staðgöngumóður..

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nágrannar kvaddir eftir 37 ár – Þetta eru stærstu stjörnurnar sem þættirnir hafa alið af sér

Nágrannar kvaddir eftir 37 ár – Þetta eru stærstu stjörnurnar sem þættirnir hafa alið af sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Orri Huginn og Dwayne „The Rock“ Johnson ræddu saman

Orri Huginn og Dwayne „The Rock“ Johnson ræddu saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar á Twitter missa sig yfir eldgosinu – „Held ég hafi séð þessa mynd áður“

Íslendingar á Twitter missa sig yfir eldgosinu – „Held ég hafi séð þessa mynd áður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Justin Timberlake sagður dónaleg díva – „Við vorum niðurlægðar“ 

Justin Timberlake sagður dónaleg díva – „Við vorum niðurlægðar“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eign dagsins: Stílhrein og björt 72 fermetra risíbúð í Vesturbænum

Eign dagsins: Stílhrein og björt 72 fermetra risíbúð í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ekkert gat drepið föður Matthew MacConaughey nema móðir hans – Dó við fullnægingu

Ekkert gat drepið föður Matthew MacConaughey nema móðir hans – Dó við fullnægingu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Giftist manninum sem örkumlaði hana – Blind ást

Giftist manninum sem örkumlaði hana – Blind ást
Fókus
Fyrir 6 dögum

Uppfært: Erpur rændur í Eyjum – „Ég hef aldrei lent í öðru eins á ævi minni“

Uppfært: Erpur rændur í Eyjum – „Ég hef aldrei lent í öðru eins á ævi minni“