fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Cheer-stjarna dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 09:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeremiah „Jerry“ Harris hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot og vörslu barnaníðsefnis. E! News greinir frá.

Jeremiah kom fram í geysivinsælu þáttunum Cheer á Netflix. Þættirnir eru heimildaþættir um klappstýrulið í Texas og varð Jeremiah mjög vinsæll karakter eftir fyrstu þáttaröð. Hann til að mynda tók viðtöl við stjörnurnar á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar 2020.

Frægðarsól hans skein því hátt þegar hann var svo handtekinn í Chicaco í september 2020. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan.

Jeremiah átti yfir höfði sér allt að 50 ára fangelsi en ákæruvaldið í Bandaríkjunum samþykkti að fella niður nokkra ákæruliði gegn því að hann játaði að hann hefði brotið alríkislög með því að ferðast yfir ríkismörk til að stunda ólöglegt athæfi og að hann hefði tekið á móti barnaklámi. Í gær var hann dæmdur til 12 ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi.

Í upphafi voru ákæruliðirnir samtals sjö, en fimm voru felldir við játninguna. Brotin tengdust fjórum drengjum undir lögaldri og áttu sér stað á árunum 2017 til 2020.

Saksóknarar sögðu Jeremiah hafa „ítrekað beðið um kynferðislegar myndir og myndbönd“ frá tvíburabræðrum, sem voru þá 13 ára, og reyndi tvisvar að eiga í kynferðislegu athæfi við annan þeirra á klappstýruviðburði árið 2019.

Brotin sem Jeremiah játaði voru að hafa greitt fyrir nektarmyndir frá sautján ára dreng og að ferðast yfir ríkismörk – til Flórída – til að misnota fimmtán ára dreng. Saksóknarar sögðu hann einnig hafa játað að hafa bæði sent og tekið á móti nektarmyndum frá tíu til fimmtán öðrum börnum.

Vice fjallaði um málið í maí, hægt er að horfa á umfjöllun þeirra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki