fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Eign dagsins: Fermetrinn á milljón í Gamla Baðhúsinu í Brautarholti

Fókus
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 17:00

Brautarholt 20 í Reykjavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamla Baðhúsið sem Linda Pétursdóttir rak á sínum tíma hefur farið í gegn um endurnýjun lífdaga og er nú orðið að íbúðahúsnæði.

Þar, í Brautarholti 20 í Reykjavík, er til sölu 36,6 fm stúdíóíbúð á annarri hæð í nýuppgerðu lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í alrými með eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Eignin afhendist fullbúin með gólfefnum, raftækjum og innbyggðu rúmi. Aukin lofthæð er í íbúðinni.

Í lýsingu fasteignasölunnar Stakfells segir að húsið hafi verið endurbyggt á glæsilegan hátt þar sem hefur verið mikið lagt upp úr hönnun og frágangi með umhverfisvænan og nútímalegan lífstíl að leiðarljósi.

Íbúðin er til sölu á 37,9 milljónir og er fermetrinn því á 1.035.519 kr.

Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu undanfarin ár og er áætluð áfram á komandi árum. Samkvæmt deiluskipulagi verður Hlemmur tengipunktur almenningssamgangna bæði borgarlínu og strætóleiða. Aðgengi vistvænna ferðamáta og skilyrði til fjölbreytts mannlífs verða bætt verulega samkvæmt deiluskipulagi á komandi misserum.

Athugið að allar myndir eru úr sýningaríbúðum á annarri hæð.

Allar nánari upplýsingar um eignina er á Fasteignavef DV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa