fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Kvikmyndahús banna ungt fólk í jakkafötum á nýju Minions-myndina

Fókus
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 07:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk kvikmyndahús hafa sum hver tekið þá ákvörðun að banna unga jakkafataklædda áhorfendur á nýjustu Minions myndina – The Rise of Gru. Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en fimm ár eru liðin frá síðustu mynd í bálknum vinsæla og hefur aðsóknin verið gríðarleg í kvikmyndahúsum.

Ástæða bannsins ytra er vegna TikTok-æðis sem lýsir sér þannig að ungt fólk, nánast eingöngu drengir, fjölmenna jakkafataklædir á sýningarnar myndarinnar. Kalla hóparnir sig Gentleminions á samfélagsmiðlinum og er klæðnaðurinn tilvísun í illmennið Felonius Gru og leika meðlimir hópanna látbragð Gru í hvívetna á meðan sýningunni stendur. Taka margir með sér banana sem er einmitt eftirlætis nasl skósveinanna gulu. Kvikmyndaferðunum er svo að sjálfsögðu gerð góð skil á samfélagsmiðlinum vinsæla.

Allt þetta er gott og blessað en illu heili hafa hópar Gentleminions hegðað sér illa á kvikmyndasýningunum og truflað aðra gesti sem í kjölfarið hafa óskað eftir endurgreiðslu á miðum sínum. Mörg kvikmyndahús ytra hafa því fengið sig fullsadda af snyrtilega klæddum ungmennum. Er því ungu fólki bannað að mæta uppáklæddu á sýningar myndarinnar vinsælu nema að viðkomandi sé í fylgd með foreldrum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki