fbpx
Miðvikudagur 08.febrúar 2023
Fastir pennarFókus

Poppsálin: Maðurinn sem vildi vera tígrisdýr

Fókus
Mánudaginn 4. júlí 2022 20:00

Dennis Avner, eða Kisumaðurinn, fyrir og eftir að hann lét breyta útliti sínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar, skrifar:

Dennis Avner sem var betur þekktur sem Stalking Cat eða kisumaðurinn varði meirihluta ævi sinnar í að láta breyta sér í tígrísdýr. Eftir áralanga þrautagöngu, ótal lýtaaðgerðir, fjárhagsvanda og heimilisleysi tók hann sitt eigið líf, einungis 54 ára gamall.

Hlaðvarpið Poppsálin fjallar um líf kisumannsins, þær breytingar sem hann lét gera á útliti sínu og líkama og mögulegar sálfræðilegar skýringar á þráhyggju hans fyrir því líta út eins og Tígrisdýr. Hægt er að hlusta á nýjasta þáttinn hér neðst í greininni.

Poppsálin er poppmenningarlegt hlaðvarp með sálfræðilegu ívafi. Fjallað er um ýmis sálfræðileg málefni sem tengjast poppmenningu sem og áhugaverðar rannsóknir og pælingar innan sálfræðinnar.

Loðbolta samfélagið

Kisumaðurinn var virkur þátttakandi í loðbolta samfélaginu í Bandaríkjunum eða Furry community. Loðbolta samfélagið er samfélag fólks sem hefur mikinn áhuga á mannlegum dýrum. Sumir einstaklingar innan samfélagsins hafa áhuga á kvikmyndum, þáttum, bókum og öðru sem tengjast dýrum sem gefin hafa verið mannlegir eiginleikar eins og vampíru myndum. Meðan aðrir einstaklingar samfélagsins taka áhugamálið skrefinu lengra og klæða sig upp eins og dýr oft dreka, kisur, tígrisdýr eða ljón. Enn aðrir sjá sjálfa sig sem dýr. Segja má að Dennis Avner eða Kisumaðurinn hafi skilgreint sjálfan sig sem tígrisdýr. Hann taldi sig vera tígrisdýr mun frekar en mann.

Heimilislaust tígrisdýr

Líf Kisumannsins var þó allt annað en dans á rósum. Hann átt í raun hvergi heima. Hann flakkaði á milli heimila annarra meðlima loðbolta samfélagsins og svaf ýmist á sófum eða fékk að búa tímabundið gegn því að sinna heimilisstörfum. Hver króna sem hann átti fór í lýtaaðgerðir til að breyta sér í tígrisdýr. Hann lét tattúa tígrisdýramynstur um allan líkamann og andlitið, hann lét breyta nefi sínu, höfuðlagi, augabrúnum, kinnbeinum, höku og vörum til að líkjast ketti. Hann fékk göt á kinnar sínar svo hægt væri að festa á hann veiðihár og gekk um með skott. Segja má að Dennis hafi verið einn mest breyttasti meðlimur loðbolta samfélagsins og varð fljótt þekktur innan samfélagsins sem Stakling cat eða kisumaðurinn.

Sálfræðingar hafa lengi haft áhuga á einstaklingum sem vilja breyta sér í önnur dýr og hafa ýmsar hugmyndir og greiningar verið nefndar í því samhengi. Í Poppsálinni er fjallað um þær sálfræðilegu orsakir og greiningar sem gætu átt við í tilfelli Kisumannsins.

Hægt er að hlusta á þáttinn um ótrúlegu sögu Kisumannsins hér:

Einnig geta aðdáendur Poppsálinnar gerst áskrifendur af aukaefni inni á https://www.patreon.com/Poppsalin. Þar má finna aukaþátt um Kisumanninn og samfélag loðbolta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Madonna svarar fyrir „nýtt“ andlit á Grammy-verðlaunahátíðinni

Madonna svarar fyrir „nýtt“ andlit á Grammy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Í gær

Svekkt með Star Wars öskudagsbúning – „Næstum því eins og að panta fjórhjólaferð en fá göngutúr um svæðið“

Svekkt með Star Wars öskudagsbúning – „Næstum því eins og að panta fjórhjólaferð en fá göngutúr um svæðið“
Fókus
Í gær

Sjónvarpskonan Nína Richter tók netníðing til bæna – „Í dag geta svona orð ekki sært mig“

Sjónvarpskonan Nína Richter tók netníðing til bæna – „Í dag geta svona orð ekki sært mig“
Fókus
Í gær

Myndband af J.Lo og Ben Affleck rífast fer eins og eldur í sinu um netheima

Myndband af J.Lo og Ben Affleck rífast fer eins og eldur í sinu um netheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eign dagsins – Endurnýjuð útsýnisíbúð í hjarta borgarinnar

Eign dagsins – Endurnýjuð útsýnisíbúð í hjarta borgarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tómas náði tindinum – „Gefandi að geta sem læknir komið svo mörgum til hjálpar á fjallinu“

Tómas náði tindinum – „Gefandi að geta sem læknir komið svo mörgum til hjálpar á fjallinu“