fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Flækjustig bresku konungsfjölskyldunnar – Baráttan um sætið á fremsta bekk

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 3. júlí 2022 13:30

Hin allra æðstu. Kamilla og Karl prins, drottningin sjálf, Vilhjálmur, Katrín og þeirra börn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska krúnan er skrítið og skemmtilegt fyrirbæri sem oft virðist ekki lúta neinum rökum heldur huglægu mati sem snúið getur verið að fá botn í. Eitt af því sem mikið hefur verið rætt á undanförnum misserum er flokkunin í minor” eða major” meðlimi konungsfjölskyldunnar og er málið afar eldfimt þar í landi.

Ástæðan fyrir þessari miklu umfjöllun er annars vegar Andrés prins og hins vegar hjónakornin Harry og Meghan. Öll voru þau áður ,,major” meðlimir en eru nú flokkuð sem „minor”.

Lauflétt þýðing gæti verið „stærri” og „minni” meðlimir.

Ekki er til nein opinber skilgreining um hugtökin og er krúnuhafa á hverjum tíma í raun í sjálfsvald sett að útfæra það. „Major” meðlimur er þó alltaf þjóðhöfðinginn, maki hans, börn og tengdabörn. Svo og afkomendur þess sem næst stendur í erfðaröð.

Drottning og Filipus sálugi drottningarmaður ásamt börnum sínu, Karl, Andrési, Önnu og Játvarði.

Samkvæmt því eru Elísabet drottning og börn hennar, Karl, Anna, Andrés og Játvarður öll „stærri” svo og makar þeirra. Að sjálfsögðu var drottningarmaðurinn Filip sálugi í þessum hópi.

Aftur á móti eru það aðeins börn Karls sem þá eru flokkuð sem „stærri” þar sem hann er erfingi krúnunnar.

Bætast þá í hópinn Vilhjálmur prins, kona hans Katrín og þrjú börn þeirra svo og Harry og Meghan sem hans spúsa.

Afkomendur yngri drottningarbarnanna, Önnu, Andrésar og Játvarðs, svo og aðrir ættingjar eru aftur á móti allir „minni”. Þótt að sauðsvörtum almenningi finnist þetta kannski litlu skipta er um að ræða stórmál í konungsfjölskyldunni hvort viðkomandi er vísað til sætis næst drottningu eða þarf að sætta sig við að sitja í annarri, eða jafnvel þriðju, röð við athafnir.

Breska pressan fylgist með í andtakt og birtir ítarlega fréttaskýringar með viðtölum við sérfræðinga um sætaskipan.

Fjármálin eldfim

Önnur samhliða flokkun er að hver sá sem kemur fram opinberlega fram fyrir hönd krúnunnar sé „stærri”. Bætast þá í hópinn eldri meðlimir fjölskyldunnar sem eru náskyldir drottningunni en þeir eru reyndar afar fáir.

„Stærri” meðlimir fá vel greitt fyrir sína þjónustu en mega aftur á móti ekki þiggja nein önnur laun. Fjármál bresku konungsfjölskyldunnar eru reyndar efni í aðra grein en auður hennar er gríðarmikill að viðbættu því fé sem breskir skattgreiðendur láta af hendi árlega meðlimum krúnunnar til uppihalds. Peningar eru afar viðkvæmt mál innan hinnar konunglegu kreðsu en þó hefur Harry opinberlega kvartað yfir að missa sínar greiðslur.

Hin 96 ára gamla drottning ætlar víst seint að fá áhyggjulaust ævikvöld.

Enn ein flokkunin er sú að „stærstu” meðlimirnir séu þeir sem skarta titlinum „Counsellor of State” sem kalla mætti „ráðgjafi krúnunnar”. Sá sem ber þann titil getur tekið við hlutverki þjóðhöfðingja ef svo ber undir, til dæmis ef undirskrift eða ákvörðunar er þarfnast með hraði en þjóðhöfðingi til dæmis veikur eða á annan hátt ekki til staðar.

Ráðgjafarnir eru fjórir næstu afkomendur drottningar sem eru eldri en 21 árs. Þeir eru því prinsarnir Karl, Vilhjálmur, Harry og Andrés og þá í erfðaröð.

Glöggir taka eftir því að Anna prinsessa er ekki á listanum þrátt fyrir að vera eldri en Andrés. Ástæðan er sú að þegar að lögum um að karlmenn væru ofar konum í erfðaröð var breytt árið 2013 voru þau ekki bakfærð.

Flækjurnar

Þessi flokkun gekk alveg prýðilega síðustu hundrað ár eða svo. En svo fóru málin að flækjast. Þau höfðu reyndar flækst áður vegna hjónaskilnaða en þrjú af fjórum börnum drottningar er fráskilin. Kom þá upp spurningin hvað ætti að kalla fyrrverandi makana, til að mynda svilkonurnar Díönu og Fergie. Báðar misstu þær réttin til að nota titilinn „His/her Royal Highness” sem kalla mætti „Hina konunglegu hátign” og er frátekin fyrir nánustu ættingja drottningar.

„HRH” er rjóminn, ætlaður útvöldum.

Bæði Diana og Fergie misstu HRH titla sína eftir skilnaði við syni drottningar.

En svo kom Meghan.

Í byrjun gekk allt eftir venju. Þar sem Harry er sonur krónprinsins, og því „stærri”, fékk eiginkona hans sömu stöðu og varð einnig , „HRH”. En þegar að þau skötuhjú ákváðu að endurskilgreina stöðu sína innan konungsfjölskyldunnar með því að tilkynna að þau myndu flytja til Bandaríkjanna en samt sinna konunglegum skyldum að hluta, kom babb í bátinn.

Hvað eru  „skyldur að hluta’”? Hvernig getur breskur prins komið fram fyrir hönd krúnunnar ef hann býr ekki í landinu? Var hann að afsala sér konunglegum launum eða vildi hann halda þeim og þiggja aðrar greiðslur í ofanálag? Hvernig er hægt að vera í afleysingum fyrir drottningu frá Ameríku?

Þar sem ekki eru til neinar skráðar reglur kom það í hlut drottningar að úrskurða að Meghan og Harry yrðu svipt „HRH” titlinum og þar með opinberum greiðslum. Harry og Meghan hafa aldrei sætt sig við þá ákvörðun og flagga enn titlinum á opinberri vefsíðu sinni.

Og hvað skyldi kalla Kamillu, seinni konu Karls? Það var annar hausverkur sem blessuð gamla drottningin þurfti að glíma við.

Harry og Meghan flæktu hlutina enn frekar Mynd/Getty

Andrésarklúðrið

Ofan á það allt kom svo klúðrið með Andrés.

Andrés prins er næstelsti sonur drottningar og mun vera hennar uppáhald. Hann mun hafa verið fordekraður sem barn, er tólf árum yngri en Karl sem fékk mun strangara uppeldi sem erfingi krúnunnar. Þegar að ásakanir um kynferðisbrot hans urðu sífellt háværari neyddist drottningin móðir hans til að svipta uppáhalds barn sitt HRH titlinum.

Er það einsdæmi að afkvæmi þjóðhöfðingja Bretlands missi slíkan titil og mun Andrés eiga erfitt við að sætta sig við sviptinguna, reyndar ku hann vera æfareiður. Hann er  einnig mjög ósáttur við að dætur hans hafi ekki ekki titilinn en litlar líkur eru taldar á því þar sem Karl prins, komandi konungur, er eindreginn talsmaður þess að minnka umfang titla og straumlínulaga konungdæmið.

Andrés prins vill ekki bara sinn titil til baka, hann vill einnig titla á dætur sínar.

Með missi Harry, Meghan og Andrew í opinber skyldustörf hefur drottning þurft að grípa til þess að virkja „minni” ættingja til verka og hin áður vel skilgreindu mörk orðin mun óljósari.

Það verður spennandi að fylgjast með hvað næst gerist í æsispennandi sápuóperu bresku krúnunnar og hvort eiga megi von á fleiri hrókeringum innan einnar frægustu fjölskyldu heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa