fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

Johnny Depp malar gull – Listaverkin seldust eins og heitar lummur

Fókus
Föstudaginn 29. júlí 2022 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Johnny Depp hefur mikið verið milli tannana á fólki undanfarið vegna frægs meiðyrðamáls sem hann höfðaði gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, Amber HeardDepp hafði betur í málinu er kviðdómur féllst á að Amber hafi gerst sek um meiðyrði í grein sem hún ritaði í The Washington Post þar sem hún lét að því liggja að hún væri þolandi heimilisofbeldis og þar með að Depp, sem ekki var nefndur á nafn í greininni, væri gerandi hennar.

Amber þarf nú að greiða Depp gífurlegar fjárhæðir í bætur, en hún hefur þó áfrýjað málinu.

Engu að síður hefur Depp vegna málsins farið frá því að vera útilokaður í samfélagi hinna ríku og frægu yfir í það að vera hálf dáður af nokkuð fjölmennum hóp aðdáenda.

Ákvað Depp að nýta sér meðbyrinn og gaf frá sér listaverkasafn í takmörkuðu upplagi, um 780 verk, sem fóru á sölu á fimmtudag.

Ekki stóð á viðbrögðunum, en verkin seldust upp á örfáum klukkustundum fyrir alls um 3,6 milljónir dala eða rúmar 500 milljónir króna.

Listaverkin voru með þemanu „vinir og hetjur“ og eru í popplistarstíl Þar mátti finna popplistar verk sem sýna stjörnur á borð við Bob DylanKeith Richards, Elizabeth Taylor og Al Pacino. Við verkin sótti Depp innblástur til einstaklinga sem hann þekkir og hafa veitt honum innblástur í lífinu.

„Ég hef alltaf notað list til að tjá tilfinningar mínar og til að endurspegla þá sem skipta mig mestu, á borð við fjölskylduna, vinina og fólkið sem ég dáist að. Málverk mín umlykja líf mitt, en ég hef haldið þeim fyrir mig og haldið aftur af mér. Enginn ætti að halda aftur af sér,“ sagði Johnny á upplýsingasíðu fyrir söluaðilann.

Fjárhagsleg staða Depp er nú töluvert betri heldur en þegar hann og Heard skildu en í kjölfar skilnaðarins er talið að hann hafi endað í nokkrum vandræðum og þurfti hann að selja mikið af eignum sínum til að komast yfir lausafé.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Í gær

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hilmar á þroskahamlaðan son – ,,Börnum fylgja enginn leiðbeiningabæklingur“

Hilmar á þroskahamlaðan son – ,,Börnum fylgja enginn leiðbeiningabæklingur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anne Heche sögð heiladauð eftir slysið og ekki hugað líf

Anne Heche sögð heiladauð eftir slysið og ekki hugað líf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netverjar slegnir yfir typpamynd Tommy Lee

Netverjar slegnir yfir typpamynd Tommy Lee