fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Frægir sem misstu nána ættingja af völdum ofbeldisglæpa

Fókus
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 18:15

Jennifer Hudson Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægð og ríkidæmi er ekki eini mælikvarðinn á hamingju eins og sjá má á lífshlaupi eftirfarandi stjarna. Öll missu þau nána ættingja af völdum ofbeldisglæpa og öll hafa þau sagt missinn og sorgina hafa litað líf þeirra í gegnum tíðina.

Kelsey Grammer Mynd/Getty

Kelsey Grammer skemmti fólki í 11 ár sem hin snobbaði Frazier Crane í samnefndum þáttum. En líf Grammer var í raun ekki litað þeim fyrsta heims vandamálum sem þjáðu persónu hans í þáttunum, þau voru mun alvarlegri en svo. Bæði faðir og systir Grammer voru myrt með nokkurra ára millibili. Þegar að Grammer var fimmtán ára heyrði faðir hans læti úti í garði og sá mann nokkurn vera að kveikja í bíl hans. Þegar hann reyndi að stöðva manninn dró sá upp byssu og skaut hann til bana. Maðurinn reyndist vera veill á geði og var komið fyrir á viðeigandi stofnun.

Aðeins fimm árum síðar var 18 ára gamalli systur Grammer, Karen, rænt af fjöldamorðingja að nafni Freddie Glenn sem nauðgaði henni og myrti. Glenn, ásamt tveimur samverkamönnum, náðist og var hann dæmdur til dauða. Grammer var afar náinn systur sinni og hefur sagt að hann hafi aldrei jafnað sig á morðinu. 

En sorgarsögu fjölskyldunnar var ekki lokið því fimm árum eftir morðið á Karen létust tveir hálfbræðra Grammer í köfunarslysi. 

Charlize Theron Mynd/Getty

Charlize Theron er glæsileg og margverðlaunuð leikkona sem meðal annars hefur unnið til Óskarsverðlauna. En fyrir daga frægðar og frama var líf hennar vægast sagt erfitt. Theron ólst upp í fátækt í Suður Afríku, á heimili sem var undirlagt af alkóhólisma og ofbeldishegðun föður hennar. Einn daginn var hann ofurölvi og dró fram skammbyssu og hótaði að myrða bæði Gerdu, móður Theron, og hana sjálfa. Theron var aðeins fimmtán ára gömul. Gerda náði að flýja inn í næsta herbergi þar sem hún náði í aðra byssu og skaut mann sinn til bana. 

Drápið var að sjálfsögðu skráð sem sjálfsvörn en Theron skammaðist sín fyrir föður sinn og sagði ávallt að hann hefði farist í bílslysi. Eftir því sem árin liðu áttaði Theron sig betur á að hún hafði ekkert til að skammast sín fyrir og hefur margoft komið fram opinberlega undanfarin ár og sagt sögu sína. 

Michael Jordan Mynd/Getty

Í júlí 1993 hvarf faðir körfuboltahetjunnar Michael Jordan, James Jordan, sporlaust. Það var ekki fyrr en mánuði síðar að bifreið hans fannst og fljótlega eftir það, illa farið líkið af Jordan eldri. Slíkt var áfallið að Jordan tók sér frí frá körfuboltanum. 

James Jordan mun hafa verið á akstri um Norður Karólínufylki en stoppað til að fá sér blund. Tveir menn komu að bílnum og hugðust ræna honum en Jordan eldri vaknaði og brutust út átök sem enduðu með því að mennirnir skutu hann til bana. 

Aftur á móti hafa komiði fram fjöldi kenninga um að annað og meira hafi legið að baki morðinu og hafði það hugsanlega tengsl miklum spilaskuldum körfuboltakappans. 

Jennifer Hudson Mynd/Getty

Leik- og söngkonan Jennifer Hudson skaust upp á stjörnuhimininn 2008 en það ár var henni bæði til blessunar og bölvunar. Í október voru móðir hennar og bróðir skotin til bana á heimili þeirra í Chicago. Sjö ára systursonur Hudson var horfinn og fannst lík hans þremur dögum síðar. Hafði hann einnig verið skotinn. Mágur Jennifer og faðir drengsins, William Balfour, var handtekinn enda hafði hann margoft hótað fjölskyldunni. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi en Hudson kom ekki opinberlega fram í eitt ár eftir atburðinn. Jennifer Hudson stofnaði sjóð til styrktar ættingjum fórnarlamba ofbeldisglæpa sem hefur aðstoðað

Dave Navarro Mynd/Getty

fjölda fólks í gegnum árin.

Dave Navarro er vafalaust einn þekktasti gítarleikari heims. Margir telja hann reyndar þann besta. Árið 1983 var móðir hans, Connie Navarro, myrt á heimili sínu ásamt vinkonu sinni. Navarro var aðeins 15 ára gamall og ekki heima þegar að ofbeldisverkin voru framin. Morðin voru óleyst í næstum áratug eða þar til þátturinn ,,America’s Most Wanted” var sýndur árið 1991. Lögreglu barst þá ábending sem leiddi til handtöku manns að nafni John Riccardi, fyrrverandi kærasta Connie. Hann játaði verknaðinn og var dæmdur til dauða. Dómnum var síðar breytt í lífstíðarfangelsi. Navarro er enn þann dag í dag fullviss að það hefði verið honum til lífs að hafa skotist út þennan dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar