fbpx
Miðvikudagur 28.september 2022
Fókus

Segir af og frá að hún hafi haldið framhjá með Musk

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 16:15

Nicole Shanahan og Sergey Brin - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicole Shanahan, fyrrverandi eiginkona Sergey Brin, sem er einn af stofnendum Google, segir af og frá að hún hafi haldið framhjá fyrrverandi eiginmanni sínum með auðjöfrinum Elon Musk.

Hlið Shanahan í málinu kemur frá lögmanni hennar, Bryan Freedman. „Það að Nicole hafi haldið framhjá með Elon Musk er ekki bara hrein og bein lygi heldur eru ummæli þess efnis ærumeiðing,“ segir Freedman í samtali við Daily Mail.

Wall Street Journal greindi frá því á dögunum að vinátta þeirra Musk og Brin, sem eitt sinn var mikil, sé nú í molum vegna meints framhjáhalds Musk og Shanahan. Brin og Shanahan voru hætt saman en bjuggu þó ennþá saman þegar framhjáhaldið er sagt hafa átt sér stað. Brin sótti um skilnað í janúar á þessu ári og sagði að ágreiningur milli þeirra væri ástæðan fyrir því.

Elon Musk hefur sjálfur stigið fram og þvertekið fyrir sögusagnirnar um framhjáhaldið. Í færslu sem hann birti á Twitter-síðu sinni segir hann fylgjendum sínum meira að segja að hann hafi ekki stundað kynlíf í langan tíma. „Þetta er algjört kjaftæði. Sergey og ég erum vinir og við vorum í partýi saman í gærkvöldi!“ sagði Musk einnig á Twitter. „Ég hef bara séð Nicole tvisvar sinnum síðustu þrjú ár, í bæði skiptin var fullt af fólki í kringum okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Þegar krakkarnir héngu á Hallærisplaninu, bjórlíki var selt og Rás 2 þótti ofursvöl – Molar frá lummulegasta tíma Íslandssögunnar

Þegar krakkarnir héngu á Hallærisplaninu, bjórlíki var selt og Rás 2 þótti ofursvöl – Molar frá lummulegasta tíma Íslandssögunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Enn er deilt um frægustu draugamynd allra tíma – Hver er sannleikurinn að baki kirkjudraugnum?

Enn er deilt um frægustu draugamynd allra tíma – Hver er sannleikurinn að baki kirkjudraugnum?