fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

Tískubylgjur í pyntingum og morðum í gegnum aldirnar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 24. júlí 2022 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannskepnan hefur í gegnum aldirnar verið ótrúlega hugmyndarík varðandi aðferðir við að pynta fólk og taka af lífi. Og eins og í hverju öðru hafa komið upp ,,tískubylgjur” hvernig bera skuli sig að við slíka iðju.

Lítum á nokkur dæmi.

Fláning

Mörg sáum við fremur ógeðfellda senu í Game of Thrones þar sem fláning átti sér stað og í raun sann hefur þetta iðkað í gegnum aldirnar. Húðin var fjarlægð af fólki meðan það enn var á lífi og var almennt byrjað á læri eða rassi. Fórnarlambið lést af völdum blóðmissis og það gat tekið frá nokkrum klukkustundum og upp í marga daga. Allt eftir því hversu mikið og ört var flegið.


Rottubúr

Einhverjum hugmyndaríkum einstaklingi datt í hug að setja rottur í búr án botns og leggja á mannslíkama. Þær voru svo sveltar eða búrið jafnvel hitað til að rotturnar yrðu óðar í að komast út. Átu þær því sig í gegnum líkamann og var um að ræða afar ógeðfelldan dauðdaga.

Slægður eins og fiskur

Á tíma Tudor veldisins voru Bretar afar hrifnir af því að festa dauðadæmt fólk við viðarramma, skera upp á því kviðinn og taka út innyfli. Líkaminn var því næst skorinn í fjóra parta og hver partur settur á staur hist og her um bæ eða borg til að vara fólk við sambærilegum örlögum. Bretarnir voru nú samt ekki með öllu siðlausir því ekki þótti við hæfi að láta kvenfólk sæta slíkri refsingu.

Bambus

Í suður og austurhluta Asíu var tíðkuð afar frumleg aðferð til pyntinga og dauða. Bambusjurtin vex afar hratt og var fórnarlambinu komið fyrir með græðling á milli fóta sér. Sterk jurtin óx á nokkrum dögum í gegnum líkamann og ef vel var að verki staðið, út í gegnum höfuðið. Japanir stunduðu þennan hrylling meðal annars á föngum í seinni heimsstyrjöldinni. 

Grafa lifandi

Það þarf ekki frekari skýringa við. En á það bera að líta að það er óhugnanlega stutt síðan að staðfest er að slíkt hafi átt sér stað en í fjöldamorðunum í Nanjing árið 1937 grófu Japanir fjölda Kínverja lifandi.

Stjaksetning

Stjaksetning er með því óhugnanlegra. Fórnarlambið var látið setjast á oddmjóa stöng sem síðan var reist upp. Það fór eftir þyngd hins dauðadæmda hversu dauðdaginn kom fljótt en það gat tekið allt upp í nokkra daga. Hinn rúmenski höfðingi Vlad Tepes, sem er fyrirmyndin að Drakúla, mun hafa myrt yfir 20 þúsund manns með þessum hætti.

Vagga Júdasar

Vagga Júdasar var ekki ósvipuð. Um var að ræða píramídalagan stál eða járnkubb sem sá dauðadæmdi var látinn sitja á. Vesalings manneskjunni var svo ýtt hægt og rólega niður með afleiðingum sem flestir ættu að geta ímyndað sér.

Ling Chi

Ling Chi var kínversk pyntingaraðferð sem ekki var bönnuð fyrr en á 20. öld. Ling Chi fól í sér að skera smá bita af mannslíkamanum af hægt og rólega en halda samt manneskjunni á lífi sem lengst. Ling Chi meistarar kepptust hver um annan og gátu þeir allra færustu haldið fórnarlambinu lifandi svo vikum saman.

Spænska klóran

Spænska klóran naut vinsælda í Evrópu á miðöldum. Um er að ræða fremur einfalt tók, járnklóru sem notuð var að rífa upp húð. Yfirleitt var byrjað á fótleggjum og handleggjum og þegar nóg þótti komið þar var farið í búkinn. Spænski rannsóknarrétturinn var sérstaklega elskur að þessar pyntingaraðferð, eins og nafnið gefur til kynna. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta heita ryksugur Íslendinga

Þetta heita ryksugur Íslendinga
Fókus
Í gær

Atvik úr morgunþætti vekur reiði – Reyndi að ýta henni tvisvar í burtu

Atvik úr morgunþætti vekur reiði – Reyndi að ýta henni tvisvar í burtu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicola Peltz rýfur þögnina um „stríðið“ við Victoriu Beckham

Nicola Peltz rýfur þögnina um „stríðið“ við Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi kærustur Hollywood-stjörnunnar Armie Hammer stíga fram – „Ég er 100% mannæta“

Fyrrverandi kærustur Hollywood-stjörnunnar Armie Hammer stíga fram – „Ég er 100% mannæta“