fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Snákar, gull og kjarnorka – Bönnuðustu svæði í heimi

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 2. júlí 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana eru eflaust margir á faraldsfæti og njóta þess að upplifa nýja og skemmtilega hluti í fríinu. En svo eru það þeir staðir sem engir ferðamenn fá að sjá, svo rækilega eru þeir lokaðir almenningi. Aftur á móti hefur það gert suma þeirra enn eftirsóknarverðari í augum ævintýrafólks. Hér má lesa um nokkra slíka. 

Snákaeyja –  Brasilía

Ilha da Queimada Grande í Brasilíu, almennt kölluð Snákeyjan, er híbýla margra eitruðustu og hættulegustu slöngum og snákum í heimi. Ein tegundin bræði mannshold við snertingu og önnur mun vera um meter á breidd og éta allt kjötmeti sem hún kemst í nálægð við. Ekki síst mannakjöt. Heimsóknir á eyjuna er stranglega bannaðar, aðeins einstaka vísindamenn fá leyfi til að rannsaka dýralífið og krefjast þá brasilísk stjórnvöld þess að vel útbúinn læknir sé með í för. 

Hermenn keisarans í Kína

Qin Shi Huang grafhýsið – Kína

Bóndi nokkur fann grafhýsi keisarans Qin Shi Huang árið 1974. Það var byggt á tímabilinu 246  og 208 f. Kr og þar eru um tíu þúsund leirstyttur af hermönnum. Einnig er þar fjöldi beinagrinda og skal þarf fyrst nefna líkamsleifar keisarans en vegleg gröf hans hefur aldrei verið opnuð. Aðeins hluti svæðisins hefur verið grafinn upp banna stjórnvöld öllum aðgengi nema að afar takmörkuðu leiti, og þá aðeins fornleifafræðingum og öðrum vísindamönnum. Ástæðan er annars vegar virðing fyrir hinum látnu og hins vegar ótti við að skemmdir hljótist við uppgröftinn. 

Tjernobil – Úkraína 

Kjarnorkuslysi í Tjernobil þann 26. apríl 1986 var það skelfilegasta í sögunni. Það er ómögulegt að geta sér til fjölda dauðsfalla af völdum geislunarinnar og hafa heyrst tölur allt frá níu þúsund og upp í milljón. Enn þann dag í dag er unnið við að hreinsa svæðið og er gert ráð fyrir að það verði fólki lífshættulegt næstu tuttugu þúsund ár. Það stoppar reyndar ekki sumar sem telja það hámark frægðar að ná sjálfu í Tjernobil fyrir samfélagsmiðla. 

Svæði 51 – Bandaríkin 

Bandaríkjastjórn viðurkenndi ekki einu sinni tilvist svæðisins fyrr en skjöl sem birtust árið 2013 minntust á herstöð í Nevada. Yfirvöld neita að gefa upp hvaða starfsemi fer fram á svæðinu og lengi hefur sá orðrómur verið upp að þar séu kannaðar geimverur sem fundist hafi hér á jörð. Það mátti sjá glitta í svæðið á Google Maps í smá tíma áður en því var snarlega lokað. Svæðið er í miðri eyðimörk og gríðarleg öryggisgæsla er allt um kring. Eina leiðin inn á svæðið er í einkaflugvélum á vegum stjórnarinnar og þeir fáu sem fá leyfi til slíkrar ferðar verða að sætta sig við að gluggar vélarinn séu skyggðir. 

Er geimverur að finna á svæði 51?

Sentinel eyja – Indland

Sentinel ættbálkurinn er talinn hafa búið á eyjunni í 60 þúsund ár og er einn af örfáum sem enn lifa í algjörri einangrun frá þjóðfélagi nútímans. Ættbálkurinn er herskár og drepur miskunnarlaust alla sem koma inn á þeirra svæði, jafnt ógæfusamir fiskimenn og vel meinandi trúboðar hafa látist af völdum örvahrinu eyjaskeggja. Þar sem íbúar hafa aldrei komist í snertingu við umheiminn svo nokkru nemi hafa þeir engar varnir gegn þeim sjúkdómum sem við þekkjum og var það önnur þeirra ástæðna að indverska stjórnin hefur alfarið bannað mannaferðir til eyjarinnar. Hin ástæðan er virðing fyrir augljósum vilja íbúa að vera látnir í friði. 

Sentinel ættbálkurinn tekur ekki vel í að fá gesti

Lokaða skjalasafnið – Vatíkanið

Næstum engir utan Páfagarðs vita nákvæmlega hvað Vatíkanið hefur að geyma en hið lokaða safn er hvorki meira né minna en 85 kílómetra langt svæði, fyllt munum allt frá níundu öld. Þar er til dæmis að finna bréfasamskipti páfa og þjóðhöfðingja í gegnum aldirnar og ýmis skjöl kirkjunnar um viðkvæm málefni líkt og andstöðu Marteins Lúters gegn kirkjuvaldi. Vandlega valdir fræðimenn fengu fyrst aðgengi að safninu árið 1881 og enn í dag er afar erfitt að fá leyfi til heimsókna. Margir bíða árum saman eftir jáyrði Páfagarðs við umsókn sinni. 

Fort Knox, Bandaríkin

Í Fort Knox virkinu geymir Bandaríkjastjórn gullforða landsins í lokuðu byrgi og er virkið talið með mestu öryggisgæslu sem finna má í heiminum. Til að komast inn i byrgið þarf fjölda lykilorða og kóða sem enginn einn maður þekkir. Þeirri vitneskju er dreift á meðal margra öryggisins vegna. Því þarf allan þann hóp til að opna byrgið, sem gerist reyndar afar sjaldan og þá á margra ára fresti. . 

Fort Knox er með mestu öryggisgæslu hér á jörð

Fræhvelfingin – Noregur

Á Svalbarða er safnað saman fræjum og er tilgangurinn er að vernda matarbirgðir heimsins og tryggja að plöntur deyi ekki út. Þar eru 890 þúsund tegundir af fræjum frá næstum hverju einasta landi heims og er hvelfingin hönnuð til að þola það erfiða veðurfar sem er á eyjunni.  Hvelfingin er opnuð örsjaldan á ári hverju og fá þá aðeins örfáir vísindamenn að stíga inn til að skila af sér fræjum. 

Lascaux hellirinn – Frakkland

Í hellinum er að finna teikningar frá steinöld sem eru einstakar í sinni röð. Hellirinn fannst árið 1940 og eftir seinni heimsstyrjöldina varð hann vinsæll ferðamannastaður. En þegar að andardráttur allra gestanna ar farin að eyða listaverkunum á hellaveggjunum gripu stjórnvöld í taumana og var lokað fyrir allar heimsóknir árið 1963. Þess í stað var búin til nákvæm eftirmynd hellisins og er fræðimönnum sjaldan gefið leyfi til rannsókna. Hellirinn er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. 

Hellamyndirnar eru einstakar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina