fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Ást við fyrsta dans – „Hann veitti mér kjöltudans og ég varð ástfangin“

Fókus
Laugardaginn 2. júlí 2022 20:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ást við fyrstu sýn? Nei, ást við fyrsta kjöltudans.

Það er óhætt að segja að Shannon Lawson kynntist unnusta sínum, Jordan Darrell, á frekar óhefðbundinn hátt. Hann er strippari og var að dansa fyrir hana, eftir að hann veitti henni kjöltudans var ekki aftur snúið. Hún var ástfangin og hann líka.

Jordan er hluti af erótíska dansteyminu Dreamboys og var Shannon á sýningu hjá þeim. Nokkur ár eru liðin og eru þau í dag trúlofuð og eiga saman son.

Shannon hefur nú einnig fetað í fótspor unnusta síns og byrjað sjálf að strippa. En lífið er ekki bara dans á rósum, parið sætir harðri gagnrýni og segja sumir að þau geti ekki verið góðir foreldrar vegna atvinnu sinnar.

Þau gefa lítið fyrir gagnrýnina og neita að leyfa nettröllum að eyðileggja fjölskyldulífið sem þau hafa byggt upp saman.

Parið kom fram saman í þættinum Love Don‘t Judge hjá vefmiðlinum Truly. Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnar Grant og Kristín selja höllina á Arnarnesi

Arnar Grant og Kristín selja höllina á Arnarnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska OnlyFans-samfélagið nötrar – Gagnrýnir aðila sem er sakaður um „melludólgshátt“

Íslenska OnlyFans-samfélagið nötrar – Gagnrýnir aðila sem er sakaður um „melludólgshátt“