fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Andrés prins brjálaður ef bangsarnir eru ekki á réttum stað – Hallarstarfsfólk skikkað í sérstaka þjálfun í uppröðun

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 2. júlí 2022 19:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Bretaprins er með fjölda bangsa í og við rúm sitt og verður að raða þeim upp nákvæmlega eins upp ella missir hann stjórn á skapi sínu. Prinsinn er 62 ára gamall.

Andrés þykir erfiður í skapi, telji sig réttborinn til valda og öðrum meiri í alla staði. Hann þykir einnig hreinn hryllingur að vinna fyrir og forðast starfsmenn hallarinnar það eins og heitan eldinn að fara í hans þjónustu. 

Eftir að Andrés var sviptur titlum sínum vegna samskipta sinna við barnaníðinginn Jeffrey Epstein og meintra kynferðisbrota mun skaplyndi prinsins jafnvel hafa versnað. Hann getur þó ávallt leitað sér huggunar í hinu víðfræga bangsasafni sínu 

Ein af þernum hans, Charlotte Briggs, var nýlega í viðtali við breska blaðið DailyMail um veru sína í höllinni. Bangsasafnið hefur lengi verið á eins konar opinbert leyndarmál og staðfesti Charlotte safn prinsins. Hún sagðist hafa þurft að fara heilan dag í þjálfun, einvörðungu á uppstillingu á 72 böngsum og verið vöruð við reiði prinsins ef röðunin væri ekki nákvæmlega eftir hans óskum og látin læra leiðbeiningabækling um rétta bangsaröðun. 

Charlotte segir það hafa tekið eina klukkustund á dag einvörðungu að sinna böngsunum sem flestir voru klæddir í sjómannaföt. 

Á kvöldin var það í verkahring Charlotte að raða böngsunum um vistarverur prinsins og hafði hver bangsi sinn sérstaka stað. Á morgnana setti hún fimm þeirra á rúm hans hátignar og að sjálfsögðu á fyrirfram skilgreindan hátt samkvæmt nákæmri teikningu sem Charlotte bar að fylgja. 

The instructions say Prince Andrew must have a grey hippo teddy on the right-hand side of the bed and a black panther half way down
Breska dagblaðið The Sun teiknaði upp kortið eftir lýsingu Charlotte.

Charlotte segir prinsinn afar hrifinn af böngsunum og hafa hjólað með fautaskap í starfsfólk ef að einhver þeirra var rangt staðsettur eða leit illa út að öðru leyti. Sjálf varð Charlotte oft fyrir reiði prinsins sem hún kallar ,,hræðilegan mann.“ 

Fyrrverandi lífvörður prinsins, Paul Page, sagði einnig í sjónvarpsviðtali í fyrra ekki vita nákvæmlega hversu margir bangsarnir væru en hann taldi þá vera um sextíu. Lífvörðurinn sagðist alltaf hafa vorkennt þernum prinsins fyrir að þurfa að sinna böngsunum og eiga því á hættu að þola stjórnlausa reiði hans.

Hann bætti því við í sama viðtali að reyndar vorkenndi hann öllum sem slysuðust til að vinna fyrir Andrés sem hefði í komið fram við starfsfólk af lítilsvirðinug og þjösnaskap í næstum hálfa öld. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnar Grant og Kristín selja höllina á Arnarnesi

Arnar Grant og Kristín selja höllina á Arnarnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska OnlyFans-samfélagið nötrar – Gagnrýnir aðila sem er sakaður um „melludólgshátt“

Íslenska OnlyFans-samfélagið nötrar – Gagnrýnir aðila sem er sakaður um „melludólgshátt“