fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Telur að heimsfrægt ömmubarn sitt ætti að verða næsti James Bond

Fókus
Föstudaginn 1. júlí 2022 07:10

Margir velta fyrir sér hver taki við af Daniel Craig sem James Bond

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af stærri spurningum í Hollywood þessi dægrin er hvaða leikari muni taka við af Daniel Craig sem James Bond. Craig hefur brugðið sér í gervi njósnara hennar hátignar í fimm myndum en hefur nú ákveðið að hverfa á braut.

Einn af þeim sem hefur verið nefndur er bandaríski stórleikarinn Miles Teller, sem gerði það nýverið gott í nýjustu Top Gun-myndinni, en það að nafni hans hafi verið varpað fram er ekki síst ömmu hans að þakka, Leona Flowers.

Leona Flowers ásamt barnabarni sínu Miles Teller

Amman er greinilega ánægð með drenginn sinn og hún fór því á Twitter og benti á barnabarn sitt sem mögulegan arftaka. Hann væri einfaldlega með allan pakkann, hæfileika, útlit, styrk og sjarma sem nái til allrar heimsbyggðarinnar. Svo sé hann líka svo svalur.

Tvít ömmunnar hefur vakið talsverða athygli og fjölmargir miðlar greint frá þessari tröllatrú sem Flowers hefur á barnabarni sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa