fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Bauð dóttur sinni húsaskjól en sá eftir því þegar hún stal kærastanum

Fókus
Föstudaginn 1. júlí 2022 21:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það jafnast ekkert á við sársaukann þegar fólkið sem þú treystir mest svíkur þig. Kona opnar sig í bréfi til Dear Deidre, sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun.

„Þegar dóttir mín var að flýja ofbeldissamband hikaði ég ekki við að bjóða henni að flytja inn til mín og kærasta míns. Það síðasta sem ég átti von á var að hún og kærasti minn myndu hefja leynilegt ástarsamband, beint fyrir framan nefið á mér,“ segir konan.

„Ég er gjörsamlega í áfalli og í ástarsorg. Ég trúi því ekki að fólkið sem ég elska mest myndi svíkja mig svona.“

Byrjaði að gruna að allt væri ekki með felldu

Konan er 54 ára og kærasti hennar 55 ára. Þau kynntust í gegnum stefnumótaforrit fyrir fjórum árum. „Við náðum strax vel saman og fluttum fljótlega inn saman. Við vorum bæði fráskilin og vildum nýtt upphaf þannig við byggðum hús saman með auka íbúð, sem við leigðum út þar til dóttir mín þurfti á okkur að halda og ég bauð henni að gista þar.“

Dóttir hennar er 25 ára. „Henni virtist líða vel í íbúðinni og fékk nýja vinnu. En síðan vöknuðu grunsemdir og mér byrjaði að líða óþægilega þegar þau voru að grínast fyrir framan mig, oft um eitthvað kynferðislegt – sem mér fannst ekki viðeigandi. Þau voru einnig oft að djóka á minn kostnað og hlógu mikið saman. Þegar ég horfi til baka þá man ég eftir atvikum þar sem þau hurfu tvö saman, eins og eitt skiptið ætluðu þau að sækja mat á veitingastað fyrir okkur öll en voru burtu í klukkutíma og sögðu að það hefði verið mikið að gera.“

Konan segir að það hefði ekkert getað búið hana undir það sem gerðist.

„Ég kom heim úr vinnu til að sjá minnismiða á eldhúsborðinu, miðinn var frá þeim og þau sögðu að þau væru ástfangin og væru saman,“ segir hún..

„Þannig núna er húsið komið á sölu og ég ætla að flytja í burtu. Ég mun aldrei geta fyrirgefið dóttur minni eða maka mínum.“

Dóttirin á viðkvæmum stað

Deidre hughreystir konuna. „Þetta eru hörmulegar aðstæður, það sem dóttir þín og kærasti gerðu var rangt. En dóttir þín var á viðkvæmum stað eftir að hafa komið sér út úr ofbeldisfullu sambandi og kærasti þinn virðist hafa nýtt sér það,“ segir hún.

„Ég veit að þú ert reið en ekki láta það eyðileggja samband þitt og dóttur þinnar. Hún mun þurfa á þér að halda þegar það óhjákvæmilega gerist og þau hætta saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tekjudagar DV – Kristján Einar ber höfuð og herðar yfir aðra áhrifavalda

Tekjudagar DV – Kristján Einar ber höfuð og herðar yfir aðra áhrifavalda
Fókus
Í gær

Manstu eftir áttburamömmunni? – Deilir sjaldséðri mynd af 13 ára unglingunum

Manstu eftir áttburamömmunni? – Deilir sjaldséðri mynd af 13 ára unglingunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frönsk kona skilaði týndum farsíma Sögu Garðars eftir tveggja ára aðskilnað

Frönsk kona skilaði týndum farsíma Sögu Garðars eftir tveggja ára aðskilnað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu