fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

Segist hafa átt í stuttu ástarsambandi við Pete Davidson

Fókus
Fimmtudaginn 30. júní 2022 15:30

Olivia O'Brien og Pete Davidson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Olivia O‘Brien staðfestir að hún átti í stuttu ástarsambandi við grínistann Pete Davidson.

Pete hefur verið í sambandi með raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian síðan í nóvember í fyrra. Fyrir það var hann með leikkonunni Phoebe Dynevor, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í vinsælu Netflix-þáttunum Bridgerton.

En áður en Pete og Phoebe rugluðu saman reytum var hann að deita Oliviu O‘Brien. Það hefur aldrei komið fram fyrr en nú þegar Olivia staðfesti þetta í hlaðvarpsþættinum BFFs with Dave Portnoy, Josh Richards and Brianna Chickenfry í gær.

„Ég hélt að enginn vissi“

Dave spurði Oliviu hvort hún hefði verið með Pete. „Hvar heyrðirðu það? Hvernig heyrðirðu það?“ spurði hún á móti.

Dave las þá upp nafnlaus skilaboð sem hann fékk varðandi meint ástarsamband þeirra, um að Pete hafi verið með Oliviu áður en hann byrjaði með Phoebe.

Söngkonan staðfesti að sagan væri sönn. Hún sagði að þau hefðu átt í stuttu ástarsambandi í október 2020 en hún „hélt að enginn vissi um það.“

Hún sagði að Pete hefði slitið sambandi þeirra þegar hann byrjaði að deita Phoebe.

Phoebe og Pete.

„Hann sendi mér skilaboð og var alveg: „Ég er byrjaður að hitta aðra. Þannig ég get ekki [haldið áfram að hitta þig],“ sagði hún.

En Olivia tekur fram að það sé langt liðið og hún beri engar neikvæðar tilfinningar í garð Pete og kallaði hann „vingjarnlegan gaur.“

Aðspurð hvað væri það sem henni hefði þótt heillandi við Pete sagði hún:

„Hann er heitur og mjög fyndinn. Og hann er svo ljúfur, hann er virkilega ljúfur gaur.“

Hún sagði einnig að það væri „svo pirrandi“ hvernig „gaurar bara skilja ekki“ hvað það er sem konum þykir aðlaðandi við Pete. Hún sagði að hann væri ekki aðeins með góðan persónuleika heldur væri hann einnig myndarlegur.

Pete og Phoebe héldu sambandi sínu leyndu í hálft ár. Það var ekki fyrr en í apríl 2021 þar sem fjölmiðlar greindu frá því fyrst. Parið hætti saman í ágúst 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hilmar á þroskahamlaðan son – ,,Börnum fylgja enginn leiðbeiningabæklingur“

Hilmar á þroskahamlaðan son – ,,Börnum fylgja enginn leiðbeiningabæklingur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er sagan á bak við hinn meinta vælubíl

Þetta er sagan á bak við hinn meinta vælubíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mögnuð stemming í Húsi Máls og menningar – Frakki reif sig úr við mikinn fögnuð

Mögnuð stemming í Húsi Máls og menningar – Frakki reif sig úr við mikinn fögnuð