fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Rakel María var í sambandi með Ingó Veðurguði í 6 ár – „Fékk taugaáfall og grét“ þegar hún las ásakanirnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 30. júní 2022 20:00

Rakel María. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur og langhlaupari, er framan á nýjasta tölublaði Vikunnar.

Rakel var í sambandi með tónlistarmanninum Ingólfi Þórarinssyni um sex ára skeið. Hún nafngreinir hann ekki í viðtalinu en út frá samhengi og frétta fjölmiðla um samband þeirra og sambandsslit í ágúst 2020 er ljóst að hún er að tala um Ingólf, sem almennt er þekktur sem Ingó Veðurguð.

Í viðtali við Vikuna segir Rakel að það hefði verið gríðarlegt áfall þegar mál Ingó rataði í fjölmiðla, þegar hann var ásakaður um að hafa misnotað stöðu sína gagnvart ungum stúlkum og um að hafa brotið á konum.

„Í fyrrasumar, um það bil ári eftir að við hættum saman, vaknaði ég á sunnudagsmorgni og leit á símann minn og þá voru þessar fréttir um hann bara alls staðar. Það var eins og einhver hefði kýlt mig í magann. Ég fékk taugaáfall, grét og grét og náði varla andanum … Þetta var gjörsamlega hræðilegt,“ segir hún.

„Auðvitað hafði alls konar gengið á í okkar sambandi og það var stormasamt á tímabili en ég hafði borið fullt traust til hans og þess vegna var auðvitað erfitt og sárt að heyra af óheiðarleika sem átti sér stað í sambandinu. Við áttum margar góðar stundir saman en vorum samt mikið hvort í sínu lagi því við vorum svakalega ólík og lifðum dálítið hvort okkar lífi; hann að gigga og djamma og ég að hlaupa eða vinna í mínu. Við byrjuðum saman þegar ég var tvítug og hann 27 ára og mér þykir alltaf vænt um hann, því við áttum eitthvað sérstakt. Þrátt fyrir þá bresti sem hann hefur þá er hann góður maður.“

Sagðist standa með þolendum

Í júlí í fyrra, þegar tuttugu nafnlausar ásakanir á hendur Ingó litu fyrst dagsins ljós, tjáði Rakel sig á Instagram um málið. Hún sagðist standa með þolendum og ætla að skila skömminni.

Sjá einnig: Rakel María og Ingólfur voru saman í sex ár: Stendur með þolendum og skilar skömminni

Forsíðuviðtal Guðrúnar Ólu Jónsdóttur má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar á vef Birtíngs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tekjudagar DV – Kristján Einar ber höfuð og herðar yfir aðra áhrifavalda

Tekjudagar DV – Kristján Einar ber höfuð og herðar yfir aðra áhrifavalda
Fókus
Í gær

Manstu eftir áttburamömmunni? – Deilir sjaldséðri mynd af 13 ára unglingunum

Manstu eftir áttburamömmunni? – Deilir sjaldséðri mynd af 13 ára unglingunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frönsk kona skilaði týndum farsíma Sögu Garðars eftir tveggja ára aðskilnað

Frönsk kona skilaði týndum farsíma Sögu Garðars eftir tveggja ára aðskilnað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu