fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Mari var tekin af foreldrum sínum og bjó í barnaþorpi áður en hún flutti til Íslands

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 30. júní 2022 07:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanvegahlauparinn Mari Järsk opnar sig um erfiða æsku í einlægu viðtali í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar.

Mari var tekin af foreldrum sínum þegar hún var sjö ára og flutt í SOS Barnaþorp í Eistlandi þar sem hún dvaldi í rúman áratug. Hún hefur búið á Íslandi í sautján ár og hefur vakið mikla athygli í íslensku hlaupasenunni undanfarin ár – nú síðast þegar hún hljóp 288 km í Bakgarðskeppni Náttúruhlaupa.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk)

Man bara eftir sér hjá ömmu sinni

Mari, 34 ára, er frá lítilli eyju við Eistland. Hún á sex systkini og voru þau öll voru tekin af foreldrum hennar í kringum 1995.

„[Foreldrar mínir] voru bara rosalega veikir alkóhólistar. Mamma var eiginlega alltaf full. Ég man í alvörunni ekki eftir henni edrú,“ segir Mari.

„Það sem ég man eftir mér var bara þegar ég var hjá ömmu. Ég var hjá foreldrum mínum til sjö ára, þannig ég aðallega man eftir mér til sjö ára hjá ömmu. Jújú, ég man alveg „flashback“ um að ég var hjá mömmu og pabba og það var eitthvað stríð og eitthvað, en ég man ekki einhverjar minningar með mömmu […] Það gekk alls konar á og ég held að eins og gerist með börn sem lenda í svona, fara í svo mikla afneitun. Ég held ég hafi bara verið þar sem krakki: Mig langar ekki að muna þetta og ætla ekki að muna þetta,“ segir Mari.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk)

„Það var vont að vera þarna“

Mari segir að hún hefur verið að vinna í æskunni og áföllunum síðan hún flutti til Íslands.

„Ég kom til Íslands og fór á fullu að vinna í þessu öllu frá grunni, en afneitun er svo ógeðslega sterk. Það er svo margt sem ég get ekki fundið fyrir. Ég var til dæmis misnotuð þegar ég var barn, áður en ég var tekin af foreldrum mínum, en ég get ekki fundið þessar tilfinningar. Ég man hvað hann sagði við mig, ég man hvað hann lét mig gera en ég get ekki fundið neitt gagnvart því. Ég get ekki komið mér í þessar aðstæður aftur, því barnið í þessum aðstæðum blokkar allt og er annars staðar í hausnum á sér. Eina leiðin til að lifa af. Og ég held að öll æskan til svona sjö ára hafi verið þannig – það var vont að vera þarna og ég var með hausinn annars staðar.“

Styrktarforeldrið Íslendingur

Mari gekk ekki í skóla fyrr en hún var tekin af foreldrum sínum. Aðspurð hvað hún meinar með „tekin“ segir hún að ríkið hefði stigið inn í og séð að foreldrar hennir gátu ekki hugsað um systkinahópinn. Mari, sem þá var hjá ömmu sinni, og systkini hennar, sem voru á barnaheimilum, voru flutt saman í SOS Barnaþorpið. Þar var henni kennt að lesa, þá orðin átta ára gömul.

Öll börnin í þorpinu voru með styrktarforeldri – sem styrkja börnin mis mikið – og styrktarforeldri Mari var íslenskur karlmaður, Kristófer Magnússon. Hann heimsótti hana nokkrum sinnum í Eistlandi og þegar Mari var að verða átján ára – og hefði þurft að flytja fljótlega úr barnaþorpinu – bauð hann henni að flytja til Íslands.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk)

„Ég fór að læra kokkinn úti í Eistlandi. Þegar ég var búin að vera ár í skólanum fékk ég: Viltu koma núna? Það er í boði að koma núna.“

Mari hugsaði af hverju ekki og fór til Íslands. „Þarna var ég ekki að hugsa að þetta væri tækifæri, heldur bara spennandi. Ég vissi ekkert hvað beið mín,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki kunnað stakt orð í íslensku.

Mari bjó hjá dóttur mannsins, Laufeyju, sem er leikskólastjóri í Hafnarfirði. Hún fékk strax vinnu á leikskólanum og byrjaði að læra íslensku. Hún fór síðan í Flensborgarskóla í Hafnarfirði.

„Þetta átti að vera stutt stopp,“ segir Mari, sem tók sér aðeins árshlé frá skólanum í Eistlandi. Nú eru sautján ár liðin og Mari búin að skapa sér gott líf á Íslandi.

Hún ræðir um tíma sinn í barnaþorpinu, flutningana til Íslands, uppgjörið við æskuna, ultrahlaupin og innkomu hennar í hlaupasenuna hérlendis. Horfðu á viðtalið hér að neðan. Það er einnig hægt að hlusta á það á öllu helstu streymisveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa