fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Tilgangslausar staðreyndir sem gera lífið örlítið skemmtilegra

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 29. júní 2022 22:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt skrýtið í kýrhausnum eins og eftirtaldar staðreyndir sanna. Að öllum líkindum hafa fæstir nokkra þörf fyrir neðangreinda vitneskju nema þá helst til að vekja athygli á sér í grillboðum sumarsins. 

-Leiðinlegasti dagur mannkynssögunnar var 11. apríl 1954. Samkvæmt öllum gögnum gerðist akkúrat ekkert markvert í heiminum þann dag. 

-Í Japan er að finna 23 sjálfsala á hvern íbúa.

-Um 8% mannkyns er með eitt auka rif. Líkurnar á slíku er 1 á móti 500.

-Þú átt sama afmælisdag og um 19 milljón manns.

-Tunga gíraffa er ríflega 70 sentimetrar að lengd. Þeir sleikja regluleg eyru sín til að hreinsa frá lauf og annað smálegt sem þar vill safnast.

-Það eru fæstar fæðingar á laugardögum en flestar eru þær á fimmtudögum. Börn láta einnig sjaldnast sjá sig um helgar í desembermánuði.

Ef þessi er ekki bláeygður ætti hann kannski ekki að fá sér annan. Mynd/Getty Images

-Bláeygðir eru þolnari á áfengi en þeir sem skarta annars konar augnlit. 

-Biblían hefur verið mest prentaða bókin frá upphafi prentlistarinnar. Hún hefur þó þurft að gefa eftir toppsætið til IKEA bæklingsins sem prentaður er í 200 milljón eintaka árlega. 

-Það er ólöglegt að eiga einn naggrís í Sviss. Naggrísir eru hjarðdýr og hafa rannsóknir sýnt fram að þeir verða þunglyndir í einveru. Í Sviss er því litið svo á að með því að eiga aðeins einn naggrís sé verið að skaða dýrið. 

-Hjartakóngurinn í spilastokk er sá eini kónganna sem ekki er með yfirvaraskegg. 

-Um 7% fullorðinna Bandaríkjamanna trúa að kókómjólk komi frá brúnum kúm. 

-Neglur á ráðandi hönd vaxa hraðar en á hinni. 

Ættingi hænunnar. Mynd/Getty Images

-Það eru 13,8% meiri likur á að þú deyir á afmælisdegi þínum en öðrum dögum ársins. 

-Ted nokkur Hastings skartar því merka heimsmeti að hafa klæðst flestum stuttermabolum í einu en honum tókst að troða sér 260 slíka. Í kringum bol númer 150 átti hann þó í nokkrum öndunarerfiðleikum sem hann jafnaði sig þó á og klæddist 110 til viðbótar. Fyrra metið var 257 bolir. 

-T-Rex risaeðlan er með ógnvænlegustu dýrum sem uppi hafa verið. Rannsóknir hafa aftur á móti leitt í ljós að það núlifandi dýr sem er henni erfðafræðilega skyldast er hin afar meinleysislega hæna. 

-Hinir fornu Aztekar Suður-Ameriku fundu upp poppkornið. Þeir átu það þó ekki heldur notuðu sem höfuðskraut og hálsmen. 

-Býflugur gera greinarmun á mannsandlitum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“